Vesturhólar

Skjalnúmer : 9319

6. fundur 1998
Vesturhólar, gönguleiðir
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17.02.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 2. s.m. um aðgerðir til aukins umferðaröryggis á Vesturhólum. Fjárveiting til verksins komi af liðnum "Samþykktir skipulags- og umferðarnefndar". Lögreglustjóra hefur verið sent erindið til kynningar.


3. fundur 1998
Vesturhólar, gönguleiðir
Lagt fram bréf umferðardeildar, dags. 30.01.98, ásamt tillögum sama dags, byggðum á hugmyndum Guttorms Þormar verkfræðings, dags. 28.11.96, um lagfæringu á gönguleiðum ásamt bréfum forstöðumanns félagsstarfs Gerðubergs, dags.19.09.97 og 28.10.97 og bréf Húsfélagsins að Arahólum 2, dags. 26.09.96. Einnig lagt fram bréf Foreldrafélags Hólabrekkuskóla, dags. 20.01.98.
Samþykkt.

1. fundur 1998
Vesturhólar, gönguleiðir
Lögð fram að nýju bréf umferðardeildar, dags. 05.11.97 og 05.12.97, ásamt tillögum Guttorms Þormar verkfræðings, dags. 28.11.96, um aðgerðir til umferðaröryggis. Einnig lagt fram bréf forstöðumanns félagsstarfs Gerðubergs, dags.19.09.97 og 28.10.97 og bréf Húsfélagsins að Arahólum 2, dags. 26.09.96, varðandi málið.
Frestað

25. fundur 1997
Vesturhólar, gönguleiðir
Lögð fram bréf umferðardeildar, dags. 05.11.97 og 05.12.97, ásamt tillögum Guttorms Þormar verkfræðings, dags. 28.11.96, um aðgerðir til umferðaröryggis. Einnig lagt fram bréf forstöðumanns félagsstarfs Gerðubergs, dags.19.09.97 og 28.10.97 og bréf Húsfélagsins að Arahólum 2, dags. 26.09.96, varðandi málið.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir með 6 atkv. að unnið verði að umferðarúrbótum á þessum stað, sem tillagan gerir ráð fyrir. Nánari útfærslur skulu lagðar fyrir fund nefndarinnar.