Staðahverfi

Skjalnúmer : 9151

10. fundur 1997
Staðahverfi, skilmálar
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22.04.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21.04.97 um skilmála í Staðahverfi.



8. fundur 1997
Staðahverfi, skilmálar
Lagt fram bréf Björns B. Höskuldssonar, dags. 17.04.97, um lagfæringu á texta í skilmálum, samþykktum í skipulagsnefnd 10.06.96, þannig að í stað tvíbýlishús komi einbýlishús með tvíbýlisaðstöðu.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að í stað orðsins tvíbýlishús í skilmálunum komi einbýlishús með aukaíbúð.

3. fundur 1997
Staðahverfi, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.1.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6.1.97 um deiliskipulag Staðahverfis.



1. fundur 1997
Staðahverfi, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Gylfa Guðjónssonar, arkitekts, að breytingu á deiliskipulagi Staðahverfis, dags. 2.1.97.

Samþykkt.

15. fundur 1996
Staðahverfi, deiliskipulag og skilmálar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.06.96 á bókun skipulagsnefndar frá 10.06.96 um Staðahverfi, deiliskipulag og skilmála.



13. fundur 1996
Staðahverfi, deiliskipulag og skilmálar
Lögð fram tillaga Teiknist. Gylfa Guðjónssonar að deiliskipulagi Staðahverfis, dags. 05.06.96 ásamt skilmálum, dags.05.06.96.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða deiliskipulagsuppdrátt af Staðahverfi ásamt skipulagsskilmálum að gerðum nokkrum minniháttar breytingum sem fram komu á fundinum. Skipulagsskilmálunum vísað til byggingarnefndar.

10. fundur 1996
Staðahverfi, skilmálar
Lögð fram tillaga Gylfa Guðjónssonar að skilmálum fyrir Staðahverfi, dags. 30.4.96.

Frestað. Vísað til umsagnar umhverfismálaráðs og byggingarnefndar.

9. fundur 1996
Staðahverfi, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Gylfa Guðjónssonar, arkitekts, dags. 20.4.'96, að deiliskipulagi Staðahverfis með breyttu umferðarskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Vísað til umferðarnefndar.

26. fundur 1995
Staðahverfi, deiliskipulag og skilmálar
Lagðir fram uppdrættir Gylfa Guðjónssonar að deiliskipulagi Staðahverfis, dags. í okt. 1995, ásamt skilmálum.

Skipulagshöfundur kom á fundinn og gerði grein fyrir tillögum sínum að deiliskipulagi og skilmálum Staðahverfis.
Frestað. Vísað til umferðarnefndar, umhverfismálaráðs og byggingarnefndar til umsagnar.


1. fundur 1994
Staðahverfi, lóðaumsókn
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8.12.93, varðandi erindi Gylfa og Gunnars hf. um úthlutun lóða í Staðarhverfi.

Borgarskipulagi falið að gera umsögn um málið.