Hverfakort 6

Skjalnúmer : 9114

1. fundur 1995
Hverfakort 6,
Lagt fram hverfakort fyrir borgarhluta 6, Efra-Breiðholt, Neðra-Breiðholt og Seljahverfi.



25. fundur 1994
Hverfakort 6, tillaga
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.11.1994 á bókun skipulagsnefndar frá 07.11.94 um meðferð afgreiðslu hverfaskipulags ásamt hverfaskipulagi borgarhluta 6. Borgarráð samþykkti bókun skipulagsnefndar með þeirri breytingu að næstsíðasti málsliður hljóði svo: "Rétt er að undirstrika, eins og gert hefur verið, að þau markmið sem sett eru fram, séu ábendingar eða vinnuáætlanir......".


23. fundur 1994
Hverfakort 6, tillaga
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að hverfaskipulagi borgarhluta 6, Breiðholt.

Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða svofellda bókun:
"Skipulagsnefnd samþykkir að í stað heitisins "hverfaskipulag" verði notað heitið "hverfakort". Hverfakortið verði ekki tengt aðalskipulagi eða deiliskipulagi, eins og gert hefur verið, né heldur kallað "nýtt skipulagsstig", heldur verði lögð áhersla á að kortið hafi ekki skipulagslegt gildi samkvæmt skipulagslögum. Rétt er að undirstrika, eins og gert hefur verið, að þau markmið, sem sett eru fram, séu eins konar ábendingar eða vinnuáætlanir, án skuldbindinga. Skipulagsnefnd vísar hverfakortinu til borgarráðs og leggur til að borgarráð heimili að kortið sé gefið út sem leiðbeinandi hverfakort".


6. fundur 1994
Hverfakort 6, texti
Lagðar fram tillögur Borgarskipulags að texta á kortum hverfaskipulags borgarhluta 6, Breiðholts.