Blikahólar 12

Skjalnúmer : 9030

1. fundur 1996
Blikahólar 12, ofanábygging bílgeymslu
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 16.10.95, varðandi ósk um að byggja ofan á steypta þakplötu bílgeymslu á lóðinni nr. 10-12 við Blikahóla skv. uppdr. teiknistofunnar Kvarða, dags. sept. 1995. Einnig lagt fram samþykki nágranna, dags. 17.09.95.
Skipulagsnefnd samþykkir eftirfarandi bókun með 4 samhljóða atkv. (Guðrún Zoega sat hjá): "Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið eins og það er lagt fyrir og mælir með lausn, sem gerir áfram ráð fyrir flötu þaki. Nefndin hefur þá í huga heildaryfirbragð hverfisins."

26. fundur 1995
Blikahólar 12, ofanábygging bílgeymslu
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 16.10.95, varðandi ósk um að byggja ofan á steypta þakplötu bílgeymslu á lóðinni nr. 10-12 við Blikahóla skv. uppdr. teiknistofunnar Kvarða, dags. sept. 1995. Einnig lagt fram samþykki nágranna, dags. 17.09.95.
Frestað. Vísað til frekari athugunar hjá Borgarskipulagi.