Kirkjutún

Skjalnúmer : 9027

2. fundur 2000
Kirkjutún, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11. janúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um breytingu á deiliskipulagi að Sóltúni 5 og 7.


1. fundur 2000
Kirkjutún, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Ingimundar Sveinssonar arkitekts, dags. 07.12.99, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sóltúns, samkv. uppdr. sama, dags. 30.12.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 10.01.00.
Skipulags- og umferðarnefnd fellst á breytingu byggingarreita fyrir húsin Sóltún nr. 5 og 7. Nefndin leggur þó áherslu á að heildarskipulagi svæðisins verði hraðað.

5. fundur 1998
Kirkjutún, breytt skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.12.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26.1.98 um breytt skipulag Kirkjutúns.


2. fundur 1998
Kirkjutún, breytt skipulag
Að aflokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Ingimundar Sveinssonar dags. 25. október 1997, br. 20.1.1998 að breyttu skipulagi á "Kirkjutúni". Einnig lagðar fram athugasemdir Guðmundar Jónassonar hf, dags. 19.12.97 og Aðalsteins Guðjohnsen, dags. 19.12.´97 ásamt svari og umsögn Borgarskipulags dags. 8.1. og 26.1.1998.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða tillögu Ingimundar Sveinssonar að breyttu deiliskipulagi á þeim reit sem markast af Sóltúni, Mánatúni og Borgartúni. Ennfremur samþykkt umsögn Borgarskipulags, dags. 26.1.´98.

21. fundur 1997
Kirkjutún, breytt skipulag
Lögð fram til kynningar tillaga Ingimundar Sveinssonar arkitekts, um breytt deiliskipulag "Kirkjutúnsreits" dags. 25. október 1997.
Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna.

12. fundur 1996
Kirkjutún, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Ingimundar Sveinssonar að breyttu deiliskipulagi "Kirkjutúns" 17.5.96.

Skipulagsnefnd samþykkti breytt skipulag en bendir jafnframt á að æskilegt væri að láta raðhúsasvæðið ná alfarið yfir suðurhluta svæðisins.

10. fundur 1996
Kirkjutún, breytt skipulag
Lögð fram til kynningar tillaga Ingimundar Sveinssonar arkitekts, um breytt deiliskipulag á "Kirkjutúnsreit".



8. fundur 1996
Kirkjutún, breytt skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26.3.96 á bókun skipulagsnefndar frá 25.3.96 um breytt skipulag Kirkjutúns.



7. fundur 1996
Kirkjutún, breytt skipulag
Lagðir fram uppdrættir Ingimundar Sveinssonar, arkitekts, af deiliskipulagi "Kirkjutúns", breyttir 21.3.96. Tillöguuppdrættirnir eru merktir A og B. Einnig lögð fram að nýju bókun umferðarnefndar frá 15.1.96.

Skipulagsnefnd samþykkir tvær tengingar "Kirkjutúns" við Borgartún, en vísar málinu til borgarverkfræðings m.t.t. tæknilegra útfærslna.

5. fundur 1996
Kirkjutún, breytt skipulag
Lagðir fram að nýju uppdrættir Ingimundar Sveinssonar, arkitekts, af deiliskipulagi "Kirkjutúns", breyttir 5.12.95. Einnig lögð fram bókun umferðarnefndar frá 18.1.96.

Ingimundur Sveinsson, arkitekt, kom á fundinn og skýrði tillöguna.
Frestað.


28. fundur 1995
Kirkjutún, breytt skipulag
Lagðir fram breyttir uppdrættir Ingimundar Sveinssonar af deiliskipulagi Kirkjutúns.

Frestað. Vísað til umferðarnefndar.

24. fundur 1995
Kirkjutún, fyrirspurn
Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. 12.10.95, varðandi upplýsingar um gildandi deiliskipulag Kirkjutúns og málsmeðferð þess. Einnig lagt fram minnisblað skrifstofustj. borgarverkfræðings um deiliskipulag, dags. 14.10.1995.



10. fundur 1995
Kirkjutún, deiliskipulag
Lagt fram bréf Þórðar Magnússonar f.h. Eimskipafélags Íslands, dags. 25.4.95, varðandi ósk um staðfestingu á deiliskipulagi Kirkjutúns, sem samþykkt var í skipulagsnefnd 7.11.94.

Frestað. Vísað til umsagnar borgarverkfræðings og borgarlögmanns.

25. fundur 1994
Kirkjutún, lóðarmörk og bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.11.1994 á bókun skipulagsnefndar frá 07.11.1994 um deiliskipulag á Kirkjutúni.



23. fundur 1994
Kirkjutún, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 19.10.94, vegna deiliskipulags á Kirkjutúni. Einnig lagðir fram endurskoðaðir uppdrættir og greinargerð Ingimundar Sveinssonar, arkitekts, dags. 31.10.94

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða deiliskipulagsuppdrætti, dags. 31.10.94, að öðru leyti en því, að skipulagsnefnd fellst ekki á tengibyggingu á milli "tveggja 8 hæða húsa nálægt Borgartúni". Ennfremur gerir nefndin fyrirvara um mörk syðstu húsanna tveggja. Skipulagsnefnd fellst ekki á breytingar á kröfum um bílastæði frá því sem gert var í forsögn að skipulaginu".

17. fundur 1994
Kirkjutún, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Ingimundar Sveinssonar, arkitekts, að deiliskipulagi Kirkjutúns, dags. í júlí 1994. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 20.7.94, ásamt bréfi Álftaróss hf. og Ístaks hf., dags. 7.7.94.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulag Kirkjutúns með 396 íbúðum, þ.a. 356 íbúðum
innan lóðar Eimskipafélagsins. Nánar verði athugað með útfærslu gönguleiða og hvort möguleiki er á litlum grunnskóla á svæðinu.
G.J. óskaði bókað: "Ég vil ítreka þá skoðun mína, að æskilegt sé að í skipulagi svæðisins sé gert ráð fyrir möguleika á litlu hjúkrunarheimili".


16. fundur 1994
Kirkjutún, deiliskipulag
Lögð fram og kynnt tillaga Ingimundar Sveinssonar, arkitekts, að deiliskipulagi Kirkjutúns, dags. í júlí 1994.

Frestað til næsta fundar til afgreiðslu. Skipulagsnefnd bendir borgarráði á að gera þurfi samninga við lóðarhafa varðandi íbúðarbyggingar inni á borgarlandi.

13. fundur 1994
Kirkjutún, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Ingimundar Sveinssonar, arkitekts, dags. 6.5.94, að deiliskipulagi "Kirkjutúns". Ennfremur bréf Ístaks h.f. og Álftáróss h.f., dags. 8.5.94.

Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulagstillöguna með 3 atkv. gegn 1 ((G.J. á móti).
Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað: "Ég ítreka þá skoðun mína að skipulagslega beri að líta á svæðið upp að Miðtúni þ.e.a.s. Kirkjutún og Ármannslóð sem eina heild. Þá ítreka ég þá skoðun mína að hér sé um einstakt tækifæri að ræða til þess að móta fjölþætt og gott umhverfi í samvinnu við væntanlega íbúa og/eða samtök þeirra. Til þess að svo megi vera þarf að áætla rými fyrir ýmsa starfsemi bæði utanhúss og innan, sem hentar öllum aldurshópum. Athuga þyrfti t.d. hvort þarna gæti verið lítill verndaður vinnustaður, lítið hjúkrunar- og umönnunarheimili auk fjölbreyttra útivistarsvæða. Í tillögunni sem hér er lögð fram er gert ráð fyrir 412 íbúðum og er það lægri tala en áður hefur sést, auk þess sem sumt hefur færst til betri vegar. Engu að síður er hún of há (þéttleiki byggðarinnar er ekki undir því sem er í Asparfelli/Æsufelli). Með því að minnka byggingarmagn er hægt að bæta tillöguna mikið. Ég bendi í því sambandi sérstaklega á 10 hæða blokkirnar nyrst á svæðinu, sem mér þykja mjög illar settar".


12. fundur 1994
Kirkjutún, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Ingimundar Sveinssonar, arkitekts, dags. 6.5.94, að deiliskipulagi "Kirkjutúns".

Frestað.

11. fundur 1994
Kirkjutún, deiliskipulag
Lögð fram til kynningar tillaga Ingimundar Sveinssonar, arkitekts, dags. 6.5.94, að deiliskipulagi "Kirkjutúns".

Frestað.

7. fundur 1994
Kirkjutún, þjónustusel
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 9.3.94, varðandi ósk Álftaróss hf. og Ístaks hf. um að reisa þjónustusel við Kirkjutún.



1. fundur 1994
Kirkjutún, 2.áfangi/rammaskipulag
Lagðar fram tillögur Ingimundar Sveinssonar, arkitekt, að 2. áfanga Kirkjutúns, rammaskipulagi, dags. 7.1.94, ásamt greinargerð, dags. 7.1.93. Formaður lagði tl að svohljóðandi ákvæði yrði bætt við 13. gr. forsagnar að deiliskipulagi Borgartúns 30: "Þó gildir fyrrgreint ákvæði ekki ef byggðar verða hjúkrunaríbúðir (umönnunaríbúðir) eða hjúkrunarheimili á lóðinni". Tillaga formanns var samþykkt samhljóða. G.J. óskaði bókað að samþykki hennar sé vegna hjúkrunarheimilis en ekki hjúkrunaríbúða. Frestað.
Formaður lagði til að svohljóðandi ákvæði yrði bætt við 13. gr. forsagnar að deiliskipulagi Borgartúns 30: "Þó gildir fyrrgreint ákvæði ekki ef byggðar verða hjúkrunaríbúðir (ummönunaríbúðir) eða hjúkrunarheimili á lóðinni".
Tillaga formanns var samþykkt samhljóða.
G.J. óskaði bókað að samþykki hennar sé begna hjúkrunarheimilis en ekki hjúkrunaríbúða.
Frestað