Stígakerfi

Skjalnúmer : 8963

17. fundur 1997
Stígakerfi, úrbætur
Óskar D. Ólafsson lagði fram svohljóðandi bókun:
"Lýst er yfir ánægju með jákvæð viðbrögð og framkvæmd borgarverkfræðings/gatnamálastjóra varðandi úrbætur á stíg austan göngu- og hjólabrúar á móts við Rauðagerði. Þar sem úrbætur þessar voru ekki á fjárhags- og framkvæmdaáætlun 1997 þá eru áðunefndar úrbætur tilefni bókunar til merkis um jákvæða þjónustulund borgarverkfræðingsembættisins."



8. fundur 1996
Stígakerfi, bætt aðgengi
Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 11.04.'96, varðandi endurbætur aðgengis að gönguleiðum. Ennfremur lagðar fram til kynningar tillögur gatnamálastjóra og Borgarskipulags að bættu aðgengi að gönguleiðum, þ.e. niðurtektir við götur (efnisval og útfærslur).
Skipulagsnefnd lýsir ánægju sinni með tillögurnar.

3. fundur 1996
Stígakerfi, stofnbrautir hjólreiða
Lagt fram bréf garðyrkjustjóra f.h. umhverfismálaráðs, dags. 29.1.96, varðandi úttekt að stofnbrautakerfi hjólreiða, ásamt umsögnum Árbæjarsafns og gatnamálastjóra.



1. fundur 1996
Stígakerfi, ástandskönnun
Lagt fram að nýju bréf Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur f.h. vinnuhóps um úrbætur fyrir umferð hjólreiða, dags. 11.12.1995 ásamt tveimur skýrslum, dags. í desember 1995, tillaga og kostnaðaráætlun fyrir stofnbrautakerfi hjólreiða. Einnig lögð fram bókun umferðarnefndar frá 14.12.95 og bókun umhverfismálaráðs frá 13.12.95.
Vísað til meðferðar við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur.

28. fundur 1995
Stígakerfi, ástandskönnun
Lagt fram bréf Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur f.h. vinnuhóps um úrbætur fyrir umferð hjólreiða, dags. 11.12.1995 ásamt tveimur skýrslum, dags. í desember 1995, tillaga og kostnaðaráætlun fyrir stofnbrautakerfi hjólreiða.

Gunnar Gunnarsson, landslagsarkitekt kynnti tillöguna.
Vísað til umferðarnefndar og umhverfismálaráðs.


13. fundur 1995
Stígakerfi,
Lagðar fram tillögur um úrbætur á stígum og gangstéttum m.t.t. fatlaðra og hjólreiðamanna.

Samþykkt.

2. fundur 1995
Stígakerfi,
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir frá Borgarskipulagi kynnti starf vinnuhóps um úrbætur fyrir hjólaumferð og umferð hreyfihamlaðra í Reykjavík.



22. fundur 1994
Stígakerfi, áætlun um úrbætur
Lagt fram bréf borgarstjóra , dags. 19.10.94, vegna áætlanagerðar um úrbætur í hjólaumferð. Einnig lögð fram fundargerð vinnuhóps um umferð hjólandi og hreyfihamlaðra frá 13.10.1994.