Hjarðarhagi 45-47

Skjalnúmer : 8936

1. fundur 2000
Hjarðarhagi 45-47-49, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 21. sept. 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21. f.m. um breytingar á deiliskipulagi vegna Hjarðarhaga 45, 47 og 49.


18. fundur 2000
Hjarðarhagi 45-47-49, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ARKO, dags. jan.-febr. 2000, síðast br. 18.08.00, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 45-49 við Hjarðarhaga. Jafnframt lögð fram að nýju eftirtalin gögn:
Bréf Gunnars Hjaltalín og Þórarins Ragnarssonar, f.h. húseigenda, mótt. 25.02.99. Bréf íbúa Kvisthaga 2 og 4, dags. 06.07.99, Kvisthaga 18, mótt. 08.07.99 og Kvisthaga 14, dags. 08.07.99. Bréf íbúa við Kvisthaga, dags. 08.07.99. Umsögn Borgarskipulags, dags. 15.07.99. Málið var í auglýsingu frá 12. apríl til 10. maí, athugasemdafrestur var til 24. maí 2000. Lagðar fram athugasemdir íbúa við Kvisthaga, dags. 22.05.00, umsögn Borgarskipulags, dags. 17.08.00, minnisblað Borgarskipulags, dags. 16.08.00 og minnispunktar frá fundi með íbúum, þann15.06.00.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans samþykktu umsögn Borgarskipulags og framlagða tillögu. Lögð er áhersla á að hönnun hússins verði vönduð og aðlöguð að yfirbragði hverfisins. Vísað til borgarráðs.
Júlíus V. Ingvarsson greiddi atkvæði gegn tillögunni. Snorri Hjaltason sat hjá við afgreiðslu málsins.


12. fundur 2000
Hjarðarhagi 45-47-49, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ARKO, dags. jan.-febr. 2000, síðast br. 28.02.00, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 45-49 við Hjarðarhaga. Jafnframt lögð fram að nýju eftirtalin gögn:
Bréf Gunnars Hjaltalín og Þórarins Ragnarssonar, f.h. húseigenda, mótt. 25.02.99. Bréf íbúa Kvisthaga 2 og 4, dags. 06.07.99, Kvisthaga 18, mótt. 08.07.99 og Kvisthaga 14, dags. 08.07.99. Bréf íbúa við Kvisthaga, dags. 08.07.99. Umsögn Borgarskipulags, dags. 15.07.99. Málið var í auglýsingu frá 12. apríl til 10. maí, athugasemdafrestur var til 24. maí 2000. Lagður fram undirskriftalisti með 54 nöfnum íbúa við Kvisthaga, dags. 22.05.00.
Frestað.

8. fundur 2000
Hjarðarhagi 45-47-49, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24. mars 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um breytingu á deiliskipulagi við Hjarðarhaga 45, 47 og 49.


5. fundur 2000
Hjarðarhagi 45-47-49, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar ARKO, dags. jan.-febr. 2000, síðast br. 28.02.00, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 45-49 við Hjarðarhaga. Jafnframt lögð fram að nýju eftirtalin gögn:
Bréf Gunnars Hjaltalín og Þórarins Ragnarssonar, f.h. húseigenda, mótt. 25.02.99. Bréf íbúa Kvisthaga 2 og 4, dags. 06.07.99, Kvisthaga 18, mótt. 08.07.99 og Kvisthaga 14, dags. 08.07.99. Bréf íbúa við Kvisthaga, dags. 08.07.99. Umsögn Borgarskipulags, dags. 15.07.99.
Samþykkt að óska heimildar borgarráðs til að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Kynningarbréf um breytinguna verði einnig sent í hús við Kvisthaga.

16. fundur 1999
Hjarðarhagi 45-47-49, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á lóðinni Hjarðarhaga 45, 47 og 49, samkv. uppdr. Arco, dags. 21.03.99, br. 20.04.99, ásamt bréfi Gunnars Hjaltalín og Þórarins Ragnarssonar f.h. húseigenda mótt. 25.02.99 varðandi stækkun á húseigninni og umsögn Borgarskipulags, dags. 23.04.99. Einnig lögð fram bréf íbúa að Kvisthaga 2 og 4, dags. 06.07.99 og Kvisthaga 18, mótt. 08.07.99 og athugasemdabréf Hjörleifs B. Kvaran, dags. 08.07.99, bréf íbúa við Kvisthaga, dags. 08.07.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 15.07.99. Málið var í auglýsingu frá 26. maí til 7. júlí, athugasemdafrestur var framlengdur til 14. júlí ´99. Ennfremur lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við stækkun verslunarhúsnæðis á jarðhæð, en vísar umsókn um byggingu 2. hæðar til frekari athugunar hjá Borgarskipulagi. Þá samþykkir nefndin tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi.

13. fundur 1999
Hjarðarhagi 45-47-49, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.5.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Hjarðarhaga 45, 47 og 49.


12. fundur 1999
Hjarðarhagi 45-47-49, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi að lóðinni Hjarðarhaga 45-47-49, samkv. uppdr. ARKO, dags. 21. mars br. 20. apríl ´99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting deiliskipulagi.

11. fundur 1999
Hjarðarhagi 45-47-49, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Gunnars Hjaltalín og Þórarins Ragnarssonar f.h. húseigenda mótt. 25.02.99 varðandi stækkun á húseigninni Hjarðarhagi 45-49 skv. uppdr. Arko dags. 20.04.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 23.04.99.
Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu að því er varðar ofanábyggingu og felur Borgarskipulagi að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi og jafnframt tillögu að deiliskipulagi, enda íþyngi breytingarnar ekki umhverfinu.