Vesturgata 50

Skjalnúmer : 8912

12. fundur 1997
Vesturgata 50,
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.05.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um breytingar að Vesturgötu 50. Borgarráð samþykkti uppdrátt og skilmála og var málinu jafnframt vísað til meðferðar skrifstofustjóra borgarverkfræðings.


11. fundur 1997
Vesturgata 50,
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að skilmálum og skiptingu lóðar, dags. 23.05.97. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 26.02.97, varðandi kaup á eigninni Vesturgötu 50 og bréf Hjörleifs B. Kvaran borgarlögmanns, dags. 24.02.97.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir með 6 samhljóða atkvæðum, tillögu Borgarskipulags, enda verði við hönnun mannvirkja á lóðinni höfð mjög náin samvinna við Borgarskipulag og nefndinni verði kynnt endanlegt fyrirkomulag á lóð.
Guðrún Jónsdóttir sat hjá og óskaði bókað:
"Mér finnst vera gert ráð fyrir of miklu byggingarmagni á lóðinni miðað við markmiðið með skipulagningunni".