Nýlendugata 23

Skjalnúmer : 8746

21. fundur 1999
Nýlendugata 23, niðurrif skúrs, bygging bílskúrs
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. sept. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27. s.m. um niðurrif skúrs og byggingu bílskúrs að Nýlendugötu 23.


3481. fundur 1999
Nýlendugata 23 , rífa skúr og byggja bílskúr
Sótt er um leyfi til þess að rífa gamlan skúr á suðausturhorni lóðar og byggja á sama stað tvöfaldan bílskúr úr timbri og bárujárni á lóðinni nr. 23 við Nýlendugötu.
Stærð: Bílskúr 35,8 ferm., 105,6 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 2.640
Samþykki nágranna (á teikningu) og bréf Árbæjarsafns dags. 27. ágúst 1999, bréf nágranna að Vesturgötu 40 og útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 27. september 1999 fylgja erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Byggingarnefnd beinir þeim tilmælum til umsækjanda að reynt verði að vernda hlyn við lóðamörk skúrsinis.


20. fundur 1999
Nýlendugata 23 , rífa skúr og byggja bílskúr
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.07.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa gamlan skúr á suðausturhorni lóðar og byggja á sama stað tvöfaldann bílskúr úr timbri og bárujárni á lóðinni nr. 23 við Nýlendugötu, samkv. uppdr. Baldvins Einarssonar bygg.fr., dags. í júní 1999. Samþykki nágranna (á teikningu) fylgir erindinu. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 27.08.99. Málið var í kynningu til 24. sept.´99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

17. fundur 1999
Nýlendugata 23 , rífa skúr og byggja bílskúr
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.07.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa gamlan skúr á suðausturhorni lóðar og byggja á sama stað tvöfaldann bílskúr úr timbri og bárujárni á lóðinni nr. 23 við Nýlendugötu, samkv. uppdr. Baldvins Einarssonar bygg.fr., dags. í júní 1999. Samþykki nágranna (á teikningu) fylgir erindinu.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Nýlendugötu 21a og Vesturgötu 40 og 42.

3477. fundur 1999
Nýlendugata 23 , rífa skúr og byggja bílskúr
Sótt er um leyfi til þess að rífa gamlan skúr á suðausturhorni lóðar og byggja á sama stað tvöfaldann bílskúr úr timbri og bárujárni á lóðinni nr. 23 við Nýlendugötu.
Stærð: Bílskúr 35,8 ferm., 105,6 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 2.640
Samþykki nágranna (á teikningu) fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulags- og umferðarnefndar til ákvörðunar um grenndarkynningu.