Síðumúli 24-26

Skjalnúmer : 8728

16. fundur 1999
Síðumúli 24-26, opin bílgeymsla
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju bréf Páls Gunnlaugssonar arkitekts, dags. 16.03.99 og 30.04.99, varðandi bílgeymslu við verslunar- og skrifstofuhús við Síðumúla 24-26, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 20.05.98, síðast br. 10.03.99. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 03.05.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 07.05.99. Málið var í auglýsingu frá 26.05.-23.06.99, athugasemdafrestur var til 7. júlí ´99. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt.

13. fundur 1999
Síðumúli 24-26, opin bílgeymsla
Lagt fram bréf borgastjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.5.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Síðumúla 24-26, vegna opnunar bílageymslu.


12. fundur 1999
Síðumúli 24-26, opin bílgeymsla
Lögð fram bréf Páls Gunnlaugssonar arkitekts, dags. 16.03.99 og 30.04.99, varðandi bílgeymslu við verslunar- og skrifstofuhús við Síðumúla 24-26, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 20.05.98, síðast br. 10.03.99. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 03.05.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 07.05.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýsa tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi.

9. fundur 1998
Síðumúli 24-26, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.4.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um Síðumúla 24 - 26, nýbyggingu.


8. fundur 1998
Síðumúli 24-26, nýbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Páls Gunnlaugssonar arkitekts, dags. 19.02.98, varðandi fyrirhugaða nýbyggingu á lóðinni, samkv. uppdr. Arkitekta sf. dags. 08.02.98 móttekið 20.02.98. Einnig lagt fram bréf umferðardeildar, dags. 05.11.97 og umsögn Borgarskipulags dags. 18.02.98. Ennfremur lagt fram bréf Lögfræðistofu Sóleyjargötu 17 sf, dags. 26.03.98 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 3.04.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags um þá athugasemd sem barst í kjölfar grenndarkynningar. Ennfremur samþykkir nefndin tillögu Arkitekta sf. að uppbyggingu á lóðinni.

5. fundur 1998
Síðumúli 24-26, nýbygging
Lagt fram bréf Páls Gunnlaugssonar arkitekts, dags. 19.02.98, varðandi fyrirhugaða nýbyggingu á lóðinni, samkv. uppdr. Arkitekta sf. dags. 08.02.98 móttekið 20.02.98. Einnig lagt fram bréf umferðardeildar, dags. 05.11.97 og umsögn Borgarskipulags dags. 18.02.98
Samþykkt að kynna tillöguna samkv. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Síðumúla 20, 22, 28 og 30 og 21 -31 (stök nr.) og Háleitisbraut 117 og Fellsmúla 17 og 19.