Akstursæfingasvæði

Skjalnúmer : 8714

6. fundur 1994
Akstursæfingasvæði, akstursæfingasvæði
Lögð fram tillaga Verkfræðistofunnar Fjölhönnunar hf., dags.3.3.94 um skipulag akstursæfingasvæðis Ökukennarafélags Íslands á athafnasvæði í Smálöndum.
Einnig lagður fram uppdr. Landslagsarkitekta, dags. 25.2.94, bréf Golfklúbbs Reykjavíkur, dags. 3.3.94 og bréf Ólafs Skúlasonar, dags. 3.3.94. Ennfremur lögð fram bréf Ökukennarafélags Íslands, dags. 6.3.94, bréf R.R., dags. 23.2.94, bréf H.R. og V.R., dags. 4.3.94 og frá Pósti og síma, dags. 4.3.94
Samþykkt samhljóða.
Vakin er athygli á íbúðarhúsi án lóðarréttinda á lóð nr. 4 við Teigaveg. Vísað til kynningar í umhverfismálaráði og umferðarnefnd.