Kirkjusandur

Skjalnúmer : 8642

2. fundur 2000
Kirkjusandur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11. janúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um breytingu á deiliskipulagi við Kirkjusand í samræmi við auglýsta tillögu.


1. fundur 2000
Kirkjusandur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkitekta Gunnars og Reynis sf, samkv. uppdr. dags. 14.7.´99 að breytingu á reit sem markast af Sæbraut, Laugarnesvegi og Kirkjusandi. Einnig lagt fram minnisblað Vinnustofu arkitekta ehf, f.h. lóðarhafa Laugarnesvegi 89, mótt. 14.5.99. Málið var í auglýsingu frá 25. ágúst til 22. sept., athugasemdafrestur var til 6. október 1999. Lagt fram athugasemdabréf Íslandsbanka, dags. 11.09.99 og bréf 83 eigenda á Kirkjusandi 1, 3 og 5, dags. 23.09.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 20.12.99 ásamt fylgiskjölum.
Fallist á umsögn Borgarskipulags. Samþykkt að breyta deiliskipulagi í samræmi við auglýsta tillögu.

26. fundur 1999
Kirkjusandur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkitekta Gunnars og Reynis sf, samkv. uppdr. dags. 14.7.´99 að breytingu á reit sem markast af Sæbraut, Laugarnesvegi og Kirkjusandi. Einnig lagt fram minnisblað Vinnustofu arkitekta ehf, f.h. lóðarhafa Laugarnesvegi 89, mótt. 14.5.99. Málið var í auglýsingu frá 25. ágúst til 22. sept., athugsemdafrestur var til 6. október 1999. Lagt fram athugasemdabréf Íslandsbanka, dags. 11.09.99 og bréf 83 eigenda á Kirkjusandi 1, 3 og 5, dags. 23.09.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 20.12.99 ásamt fylgiskjölum
Ragnhildur Ingólfsdóttir kynnti tillöguna. Afgreiðslu frestað.

17. fundur 1999
Kirkjusandur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. júlí 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 19. s.m. um breytingu á reit sem markast af Sæbraut, Laugarnesvegi og Kirkjusandi.


16. fundur 1999
Kirkjusandur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkitekta Gunnars og Reynis sf, samkv. uppdr. dags. 14.7.´99 að breytingu á reit sem markast af Sæbraut, Laugarnesvegi og Kirjusandi. Einnig lagt fram minnisblað Vinnustofu arkitekta ehf, f.h. lóðarhafa Laugarnesvegi 89, mótt. 14.5.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillögurnar verði auglýstar annars vegar sem breyting á aðalskipulagi þannig að landnotkun á lóðinn nr. 89 við Laugarnesveg breytist í íbúðasvæði og hins vegar verði auglýst breyting á deiliskipulagi.

2. fundur 1997
Kirkjusandur, aðkoma að Íslandsbanka
Lagt fram bréf Valdimars Harðarsonar ark., dags. 30.09.96, varðandi aðkomu að Kirkjusandi 2 og bréf Íslandsbanka, dags. 30.10.95.

Vísað til Borgarskipulags og umferðardeildar.