Thorsvegur 1

Skjalnúmer : 8617

11. fundur 1999
Korpúlfsstaðir, landnotkunarbreyting/lóðarafmörkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 12. s.m. um landnotkunarbreytingu og lóðarafmörkun að Korpúlfsstöðum.


3. fundur 1999
Korpúlfsstaðir, landnotkunarbreyting/lóðarafmörkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26.01.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25. s.m. um Korpúlfsstaði, landnotkunarbreytingu og lóðarafmörkun.


9. fundur 1999
Korpúlfsstaðir, landnotkunarbreyting/lóðarafmörkun
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að landnotkunarbreytingu og lóðarafmörkun umhverfis Korpúlfsstaði samkv. uppdr. dags. 21.01.99.
Samþykkt

2. fundur 1999
Korpúlfsstaðir, landnotkunarbreyting/lóðarafmörkun
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að landnotkunarbreytingu og lóðarafmörkun umhverfis Korpúlfsstaði samkv. uppdr. dags. 21.01.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á aðalskipulagi að því varðar landnotkun.

27. fundur 1998
Korpúlfsstaðir, landnotkunarbreyting/lóðarafmörkun
Lagt fram bréf Vinnustofu arkitekta ehf, dags. 26.11.98, varðandi tímabundna notkun á vesturenda hússins að Korpúlfsstöðum sem skóla. Einnig lögð fram skýrsla byggingardeildar borgarverkfræðings og ARKÍS, dags. í nóvember 1998. Ennfremur lögð fram samantekt Borgarskipulags, dags. 10.12.98 ásamt umsögn og tillögu umferðardeildar, dags. 09.12.98.
Nefndin samþykkir með 3 samhlj. atkv. tillögur umferðardeildar um úrbætur varðandi umferðaröryggi.
Vísað til kynningar í hverfisnefnd Grafarvogs og fyrir íbúum í Staðarhverfi og Víkurhverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og vísa til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í borgarráði 27.11.97.