Laugavegur 99

Skjalnúmer : 8502

15. fundur 1999
Laugavegur 99, nýbygging
Lagt fram bréf borgastjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14. s.m. um nýbyggingu að Laugavegi 99.


14. fundur 1999
Laugavegur 99, nýbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.04.99, varðandi nýbyggingu á lóðinni nr. 99 við Laugaveg, samkv. uppdr. Teiknist. Túngötu 14, dags. 14.07.98, síðast br. 20.04.99. Málið var í kynningu frá 13. maí til 10. júní ´99. Lagt fram athugasemdabréf Kristínar Karlsdóttur, dags. 26.05.99 og bréf Stefaníu Runólfsdóttur og Guðrúnar Guðmundsdóttur, mótt. 10.06.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 11.06.99.
Nefndin samþykkti umsögn Borgarskipulags dags. 11.6.99 um þær athugasemdir sem bárust í kjölfar kynningar. Ennfremur samþykkir nefndin tillögu að uppbyggingu á lóðinni.

12. fundur 1999
Laugavegur 99, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.04.99, varðandi nýbyggingu á lóðinni nr. 99 við Laugaveg, samkv. uppdr. Teiknist. Túngötu 14, dags. 14.07.98, síðast br. 20.04.99.
Samþykkt að grenndarkynna fyrir hagsmunaaðilum að Snorrabraut 24, Laugavegi 97 og 100.

2. fundur 1999
Laugavegur 99, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.01.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m. um nýbyggingu að Laugavegi 99.


1. fundur 1999
Laugavegur 99, nýbygging
Að lokinni kynningu eru lögð fram að nýju bréf Brynjars Guðmundssonar f.h. Viðhalds og nýsmíði, dags. 23.03.98, 11.05.98 og 14.07.98, varðandi nýbyggingu við Laugaveg 99, samkv. uppdr. Péturs Arnar Björnssonar, dags. 14.07.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 18.5.1998. Ennfremur lagt fram bréf húseigenda og leigjenda að Laugavegi 98 og 100 og Snorrabraut 24, dags. 23.07.98. Lagt fram samkomulag Viðhalds og nýsmíði ehf og Kistunnar ehf, dags. 03.12.98 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 7.1.99.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags, dags. 7.1.99 ásamt tillögu að uppbyggingu á lóðinni nr. 99 við Laugaveg.

11. fundur 1998
Laugavegur 99, nýbygging
Lögð fram bréf Birgis Guðmundssonar f.h. Viðhalds og nýsmíði, dags. 23.03.98 og 11.05.98, varðandi nýbyggingu við Laugaveg 99, samkv. uppdr. Péturs Arnar Björnssonar, dags. 20.02.98 og 20.03.98. Einnig samþ. aðila, mótt. 30.03.98. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 18.5.1998.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir svofellda bókun:
#Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags, dags. 18.5.98, og að tillagan verði kynnt hagsmunaaðilum að Snorrabraut 24, Laugavegi 97 og 100 samkv. 2. mgr. 26. gr., sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 að því gefnu að hönnuður hafi uppfyllt skipulagsskilmála í umsögn Borgarskipulags, dags. 18.5.98, að mati Borgarskipulags.


7. fundur 1997
Laugavegur 99, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 14.02.97, varðandi ofanábyggingu og breytingu hússins á Laugavegi 99. Einnig lögð fram umsögn húsadeildar Árbæjarsafns, dags. 06.03.97

Skipulags- og umferðarnefnd er jákvæð gagnvart erindinu og felur Borgarskipulagi skilmálagerð vegna uppbyggingarinnar.