Túngata 13-15 og Hávallagata 14-16

Skjalnúmer : 8488

1. fundur 2000
Túngata Kaþ. trúboðið - Túngata iþróttahús, ÍR
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.11.99 ásamt bréfi Íþróttafélags Reykjavíkur dags. 15. nóvember 1999, þar sem óskað er eftir afstöðu byggingarnefndar varðandi hvort heimilt sé að rífa eða flytja íþróttahús félagsins við Túngötu. Málinu fylgir afrit af dómi Hæstaréttar frá 14. október sl. Einnig lagður fram til kynningar uppdr. og líkan Knúts Jeppesen arkitekts, dags. 04.08.98, sem sýnir hugsanlega staðsetningu íþróttahússins á Landakotstúni og umsögn Borgarskipulags, dags. 16.12.99. Einnig lagðar fram umsagnir Árbæjarsafns og húsfriðunarnefndar.
Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar borgarráðs.

26. fundur 1999
Túngata Kaþ. trúboðið - Túngata iþróttahús, ÍR
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar ásamt bréfi Íþróttafélags Reykjavíkur dags. 15. nóvember 1999, þar sem óskað er eftir afstöðu byggingarnefndar varðandi hvort heimilt sé að rífa eða flytja íþróttahús félagsins við Túngötu. Málinu fylgir afrit af dómi Hæstaréttar frá 14. október sl. Einnig lagður fram til kynningar uppdr. og líkan Knúts Jeppesen arkitekts, dags. 04.08.98, sem sýnir hugsanlega staðsetningu íþróttahússins á Landakotstúni.
Frestað.

3485. fundur 1999
Túngata Kaþ. trúboðið - Túngata iþróttahús, ÍR
Lagt fram bréf Íþróttafélags Reykjavíkur dags. 15. nóvember 1999, þar sem óskað er eftir afstöðu byggingarnefndar varðandi hvort heimilt sé að rífa eða flytja íþróttahús félagsins við Túngötu.
Málinu fylgir afrit af dómi Hæstaréttar frá 14. október sl.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar, Húsafriðunarnefndar ríkisins, Árbæjarsafns og skrifstofustjóra borgarverkfræðings.


15. fundur 1998
Landakot, deiliskipulag á reit Sjúkrahúss Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 05.06.98, um deiliskipulag á reit Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landakoti.


9. fundur 1998
Landakot, deiliskipulag á reit Sjúkrahúss Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.4. á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um deiliskipulag á reit Sjúkrahúss Reykjavíkur.


12. fundur 1998
Landakot, deiliskipulag á reit Sjúkrahúss Reykjavíkur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju endurunnin tillaga Borgarskipulags skv. uppdr. Ólafar G. Valdemarsd. að breyttu deiliskipulagi á reit Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landakot, dags. 04.06.97, br. 3.04.98 í samræmi við athugasemdir íbúa.

Samþykkt

8. fundur 1998
Landakot, deiliskipulag á reit Sjúkrahúss Reykjavíkur
Lögð fram endurunnin tillaga Borgarskipulags skv. uppdr. Ólafar G. Valdemarsd. að breyttu deiliskipulagi á reit Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landakot, dags. 04.06.97, br. 3.04.98 í samræmi við athugasemdir íbúa.

Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst samkv. 1. og 2. mgr. 18. gr. laga 73/1997 sem deiliskipulagstillaga.