Nóatún 4

Skjalnúmer : 8458

12. fundur 1999
Nóatún 4, viðbygging
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um viðbyggingu að Nóatúni 4.


11. fundur 1999
Nóatún 4, viðbygging
Að lokinni kynningu eru lögð fram að nýju bréf Gunnars S. Óskarssonar ark. dags. 23.02.99 og 26.02.99 varðandi viðbyggingu við hús nr. 4 við Nóatún skv. uppdr. sama dags. 22.02.99, síðast br. 20.04.99. Einnig lagt fram bréf Gunnars S. Óskarssonar, dags. 16.04.99. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 03.03.99. Málið var í kynningu frá 17. mars til 15. apríl 1999. Lagt fram bréf Smith & Norland, dags. 13.04.99, ásamt athugasemdabréfum Lögfræðistofu Jóhanns H. Níelssonar sf, f.h. íbúa við Samtún 42, dags. 06.04.99 og Svövu Kristjánsdóttur, dags. 13.04.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 20.04.99.
Nefndin samþykkir tillöguna með vísan til umsagnar Borgarskipulags.

6. fundur 1999
Nóatún 4, viðbygging
Lögð fram bréf Gunnars S. Óskarssonar ark. dags. 23.02.99 og 26.02.99 varðandi viðbyggingu við hús nr. 4 við Nóatún skv. uppdr. sama dags. 22.02.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 4.03.99.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Samtúni 26, 28, 34, 36, 38 40 og 42.

3. fundur 1996
Nóatún 4, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26.1.96 á bókun skipulagsnefndar frá 22.1.96 um Nóatún 4, viðbyggingu.



2. fundur 1996
Nóatún 4, viðbygging
Lagt fram bréf Gunnars S. Óskarssonar f.h. Smith & Norland hf., dags. 14.1.96, varðandi ósk um að byggja við skemmu á lóð nr. 4 við Nóatún, samkv. uppdr., dags. 15.1.96. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 19.1.96.

Samþykkt með fyrirvara um útfærslu bílastæða.