Hverfisgata og Ingólfsstræti

Skjalnúmer : 8443

8. fundur 1998
Hverfisgata, tvístefna
Lagt fram bréf hagsmuna- og rekstraraðila við Laugaveg dags. 19.03.98 varðandi fyrirkomulag tvístefnu á Hverfisgötu.
Vísað til umsagnar umferðardeildar borgarverkfræðings.

6. fundur 1998
Hverfisgata, tvístefna
Lagt fram bréf Miðborgarsamtaka Reykjavíkur, dags. 17.02.98, varðandi tvístefnuakstur á Hverfisgötu, tillaga gatnamálastjóra, dags. 6.2.98 og bréf Engeyjar, dags. 26.2.98.
Vísað er til fyrri samþykktar nefndarinnar frá 9.2.98 og bréfs og tillögu gatnamálastjóra dags. 6.2. 1998.

2. fundur 1998
Hverfisgata, tvístefna
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 14.01.98 varðandi bréf Miðborgarsamtakanna dags. 06.01.98 um tvístefnu á Hverfisgötu.
Vísað til umsagnar SVR, gatnamálastjóra, umferðardeildar og Borgarskipulags.

12. fundur 1996
Hverfisgata, tvístefna
Umferð leigubíla í vestur.

Skipulagsnefnd samþykkti að gert verði ráð fyrir akstri leigubíla, þar sem strætisvagnar hafa forgang eða á sérmerktum leiðum SVR. Dæmi: Hverfisgata í vestur og Hafnarstræti frá Pósthússtræti að Lækjargötu.

6. fundur 1996
Hverfisgata, skipulag umferðar
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 21.2.96, varðandi umferð og akstur SVR í vesturátt á Hverfisgötu. Einnig lagt fram bréf Laugavegssamtakanna, dags. 5.3.'96.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu SVR um akstur strætisvagna í vesturátt eftir Hverfisgötu og tekur undir bókun umferðarnefndar frá 14.3.'96. Borgarskipulagi, umferðardeild og SVR falin nánari útfærsla.

5. fundur 1996
Hverfisgata, tvístefna
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 21.2.96, varðandi umferð og akstur SVR í vesturátt á Hverfisgötu. Einnig lagt fram bréf Laugavegssamtakanna, dags. 5.3.'96.

Frestað.