Deiliskipulagsvinna

Skjalnúmer : 8424

6. fundur 1998
Deiliskipulagsvinna, forgangsröðun reita
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að forgangsröðun reita til deiliskipulags í eldri hverfum borgarinnar 1998.

Samþykkt.
Í bókun um þetta mál á 5. fundi 23.2.98 var ranglega bókað að tillagan væri samþykkt - henni var frestað.


05">5. fundur 1998
Deiliskipulagsvinna, forgangsröðun reita
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að forgangsröðun reita til deiliskipulags í eldri hverfum borgarinnar, árið 1998.
Samþykkt.

22. fundur 1997
Deiliskipulagsvinna, forgangsröðun reita
Lögð fram til kynningar drög Borgarskipulags að áætlun að deiliskipulagsvinnu á reitum vestan Reykjanesbrautar, dags. í nóv. 1997.


17. fundur 1997
Deiliskipulagsvinna, forgangsröðun reita
Lögð fram að nýju eftirfarandi bókun meirihluta skipulags- og umferðarnefndar:
Í nýjum skipulagslögum er fjallað um deiliskipulag (23. gr.) og sérstaklega fjallað um deiliskipulag í þegar byggðum hverfum. Bent er á ákvæði um hverfisvernd þar sem sveitarfélag vill varðveita "einstakar byggingar, mannvirki, húsaþyrpingar, náttúruminjar eða trjágróður". Hér er hugmyndin um borgarvernd í aðalskipulagi Reykjavíkur komin inn í lögin. Í grein 23 er einnig fjallað um húsakönnun: "Þegar unnið er deiliskipulag í þegar byggðu hverfi skal samhliða gerð bæja- og húsakönnun er höfð skal til hliðsjónar við gerð tillögunnar". Þegar liggur fyrir sem fylgigagn með AR´96 slík úttekt á borginni innan Hringbrautar og einnig er borgarverndin nánar skilgreind.
Af fjölda fyrirspurna sem þegar liggja fyrir um möguleika á uppbyggingu og breytingum innan þessa svæðis (þegar byggðum hverfum) er ljóst að hefja þarf markvissa deiliskipulagsvinnu í anda nýrra laga og markmiða í AR´96.
Í ljósi þessa óskar SKUM eftir að Borgarskipulag geri áætlun um deiliskipulagsvinnu á reitum vestan Reykjanesbrautar. Sérstaklega verði getið þeirra reita, þar sem fyrir liggja óskir um breytingar eða uppbyggingu.
Ath. leiðrétting á bókun fundar 25.08.97, í stað Kringlumýrarbrautar standi Reykjanesbrautar.


16. fundur 1997
Deiliskipulagsvinna, forgangsröðun reita
Meirihluti SKUM lagði fram eftirfarandi bókun:
Í nýjum skipulagslögum er fjallað um deiliskipulag (23. gr.) og sérstaklega fjallað um deiliskipulag í þegar byggðum hverfum. Bent er á ákvæði um hverfisvernd þar sem sveitarfélag vill varðveita "einstakar byggingar, mannvirki, húsaþyrpingar, náttúruminjar eða trjágróður". Hér er hugmyndin um borgarvernd í aðalskipulagi Reykjavíkur komin inn í lögin. Í grein 23 er einnig fjallað um húsakönnun: "Þegar unnið er deiliskipulag í þegar byggðu hverfi skal samhliða gerð bæja- og húsakönnun er höfð skal til hliðsjónar við gerð tillögunnar". Þegar liggur fyrir sem fylgigagn með AR´96 slík úttekt á borginni innan Hringbrautar og einnig er borgarverndin nánar skilgreind.
Af fjölda fyrirspurna sem þegar liggja fyrir um möguleika á uppbyggingu og breytingum innan þessa svæðis (þegar byggðum hverfum) er ljóst að hefja þarf markvissa deiliskipulagsvinnu í anda nýrra laga og markmiða í AR´96.
Í ljósi þessa óskar SKUM eftir að Borgarskipulag geri áætlun um deiliskipulagsvinnu á reitum vestan Kringlumýrarbrautar sérstaklega verði getið þeirra reita þar sem fyrir liggja óskir um breytingar eða uppbyggingu.