Vitastígur 3

Skjalnúmer : 8395

20. fundur 1996
Vitastígur 3, breytt landnotkun
Lagt fram að nýju bréf eigenda að Vitastíg 3, dags. 06.05.96, þar sem farið er fram á að breyta landnotkun að Vitastíg 3, þannig að heimila megi íbúðir í húsinu, sem er á iðnaðarsvæði. Einnig lagt fram bréf Árna I. Magnússonar, f.h. Prentmóts ehf., dags. 06.05.96 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12.07.96 og 09.09.96. Ennfremur bréf íbúa, dags. 20.08.96, varðandi endurupptöku málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd leggur til við borgarráð að sótt verði um landnotkunabreytingu skv. 3. og 4. mgr. 19. gr. skipulagslaga vegna lóðar nr. 3 við Vitastíg, þannig að heimila megi íbúðir. Einnig beinir nefndin til Borgarskipulags að við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur verði gert ráð fyrir blandaðri landnotkun á reitnum í heild, þ.e. athafnasvæði/íbúðir."

23. fundur 1996
Vitastígur 3, breytt landnotkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs15.10.96 á bókun skipulagsnefndar frá 23.09.96 um breytta landnotkun að Vitastíg 3.



17. fundur 1996
Vitastígur 3, breytt landnotkun
Lagt fram að nýju bréf eigenda að Vitastíg 3, dags. 06.05.96, þar sem farið er fram á að breyta landnotkun að Vitastíg 3, þannig að heimila megi íbúðir í húsinu, sem er á iðnaðarsvæði. Einnig lagt fram bréf Árna I. Magnússonar, f.h. Prentmóts ehf., dags. 06.05.96 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12.07.96
Synjað með tilvísun til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

13. fundur 1996
Vitastígur 3, breytt landnotkun
Lagt fram bréf eigenda að Vitastíg 3, dags. 06.05.96, þar sem farið er fram á að breyta landnotkun að Vitastíg 3, þannig að heimila megi íbúðir í húsinu, sem er á iðnaðarsvæði.. Einnig lagt fram bréf Árna I. Magnússonar, f.h. Prentmóts efh., dags. 06.05.96.
Frestað. Vísað til heilbrigðiseftirlits til umsagnar.