Austurstræti 22

Skjalnúmer : 8131

20. fundur 1996
Austurstræti 22/Lækjargata 2, uppbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.07.96, varðandi fyrirspurn Þórarins Ragnarssonar um leyfi til að byggja tvær ofanábyggingar á húsið á lóðinni nr. 22 við Austurstræti, samkv. uppdr. mótt. 30.07.96. Einnig lögð fram umsögn borgarminjavarðar, dags. 23.08.96 og bréf Húsfriðunarnefndar ríkisins, dags. 12.09.96.
Skipulagsnefnd synjar erindinu eins og það liggur fyrir með 2 samhljóða atkvæðum (Guðrún Zoëga, Óskar Bergsson og Guðmundur Gunnarsson sátu hjá).

10. fundur 2000
Austurstræti 22/Lækjargata 2, uppbygging
Lagðir fram til kynningar valkostir að uppbyggingu á reitnum.


15. fundur 1999
Austurstræti 22/Lækjargata 2, uppbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags 11.06.99 varðandi umsókn Baugs hf. um að byggja atvinnuhúsnæði á 4 hæðum auk kjallara á lóð nr. 22B við Austurstræti. Einnig lagt fram bréf Knuts Bruun hrl. f.h. eigenda Lækjargötu 2 dags. 9.06.99 og bréf Haralds Arnar Jónssonar ark. dags 14.06.99 ásamt uppdr. sama dags 12.06.99, br. 22.06.99. Ennfremur lagðar fram umsagnir Borgarskipulags dags. 22.6.99., vegna bréfs byggingarfulltrúa og dags. 22.6.99 og 27.6.99 vegna bréfs Haraldar Arnar Jónssonar.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags frá 22.6.99. varðandi glugga á gafli Austurstrætis 22b (Lækjargötu 2a). Nefndin felur Borgarskipulagi að vinna áfram með lóðarhöfum Lækjargötu 2 og Austurstrætis 22, að því að finna út hver réttur þeirra er skv. gildandi skipulagi. Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað að þeir taki undir þau sjónarmið sem fram koma í 3. lið umsagnar Borgarskipulags frá 22.6.99.

4. fundur 1997
Austurstræti 22/Lækjargata 2, uppbygging
Lagt fram bréf Ásgeirs Ásgeirssonar og Ásmundar H. Sturlusonar f.h. Teiknist. Ármúla 6, dags. 17.01.97, varðandi viðbyggingu hússins á lóðinni nr. 22 við Austurstræti, samkv. uppdr.Teiknist. Ármúla 6, dags. 01.10.96. Ennfremur lagt fram bréf borgarminjavarðar, dags. 16.01.97, bréf Húsfriðunarnefndar ríksins, dags. 14.01.97 og greinargerð húsadeildar Árbæjarsafns, dags. 15.01.97.
Synjað. Tillagan samræmist ekki gildandi deiliskipulagi en skipulagið er nú til endurskoðunar.

17. fundur 1996
Austurstræti 22/Lækjargata 2, uppbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.07.96, varðandi fyrirspurn Þórarins Ragnarssonar um leyfi til að byggja tvær ofanábyggingar á húsið á lóðinni nr. 22 við Austurstræti, samkv. uppdr. mótt. 30.07.96.

Borgarskipulagi falið að skoða málið með umsækjanda og jafnframt að óska eftir umsögn borgarminjavarðar um erindið.