Suður Mjódd

Skjalnúmer : 8101

1. fundur 2000
Suður Mjódd, aðalskipulags- og deiliskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. sept. 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 18. s.m. um aðalskipulags og deiliskipulagsbreytingu í Suður Mjódd.


21. fundur 2000
Suður Mjódd, aðalskipulags- og deiliskipulagsbreyting
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. nóv. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 20. sept. sama ár, varðandi deiliskipulag í Suður - Mjódd ásamt bréfi borgarverkfræðings frá 18. okt. um skipulag og kostnað við gatnagerð. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til meðferðar Borgarskipulags að því er varðar nýtingu atvinnulóðar. Einnig lagðir fram uppdrættir Þórarins Þórarinssonar dags. 12.04.99, breytt 20.02.00 og tillaga Borgarskipulags að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Málið var í auglýsingu frá 21. júlí til 18. ágúst, athugasemdafrestur var til 1. sept. 2000. Engar athugasemdir bárust.
Auglýstar tillögur að deiliskipulagi og breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 samþykktar. Vísað til borgarráðs.

20. fundur 2000
Suður Mjódd, aðalskipulags- og deiliskipulagsbreyting
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. nóv. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21. okt.. varðandi deiliskipulag í Suður - Mjódd ásamt bréfi borgarverkfræðings frá 18. okt. um skipulag og kostnað við gatnagerð. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til meðferðar Borgarskipulag að því er varðar nýtingu atvinnulóðar. Einnig lagðir fram uppdrættir Þórarins Þórarinssonar dags. 12.04.99, breytt 20.02.00 og tillaga Borgarskipulags að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Málið var í auglýsingu frá 21. júlí til 18. ágúst, athugasemdafrestur var til 1. sept. 2000. Engar athugasemdir bárust.
Frestað.

6. fundur 2000
Suður Mjódd, aðalskipulags- og deiliskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29. febrúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21. s.m. um auglýsingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar og breytingar á aðalskipulagi.


4. fundur 2000
Suður Mjódd, aðalskipulags- og deiliskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. nóv. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21. okt.. varðandi deiliskipulag í Suður - Mjódd ásamt bréfi borgarverkfræðings frá 18. okt. um skipulag og kostnað við gatnagerð. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til meðferðar Borgarskipulag að því er varðar nýtingu atvinnulóðar. Einnig lagðir fram uppdrættir Þórarins Þórarinssonar dags. 12.04.99, breytt 20.02.00 og tillaga Borgarskipulags að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016.
Samþykkt að óska eftir því við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulag fyrir svæðið. Jafnframt að auglýst verði breyting á AR 1996-2016 í samræmi við deiliskipulagstillöguna.

24. fundur 1999
Suður Mjódd, aðalskipulags- og deiliskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. nóv. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21. okt.. varðandi deiliskipulag í Suður - Mjódd ásamt bréfi borgarverkfræðings frá 18. okt. um skipulag og kostnað við gatnagerð. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til meðferðar Borgarskipulags að því er varðar nýtingu atvinnulóðar.


12. fundur 1999
Suður Mjódd, aðalskipulags- og deiliskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 12. s.m. um Suður Mjódd, deiliskipulag.


19. fundur 1999
Suður Mjódd, aðalskipulags- og deiliskipulagsbreyting
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Þórarins Þórarinssonar arkitekts, dags. í apríl 1999 að breyttu skipulagi í Suður Mjódd. Einnig lögð fram bókun Heilbrigðis- og umhverfisnefndar frá 29.04.99. Málið var í auglýsingu frá 28.04.-26.05.99, athugasemdafrestur var til 9. júní 1999. Ennfremur lögð fram aðalskipulagsbreyting sem var í kynningu til 3.09.99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt er að óska eftir því við borgarráð að það samþykki deiliskipulagið og breytingu á AR 1996-2016 í samræmi við auglýsta tillögu.

9. fundur 1999
Suður Mjódd, aðalskipulags- og deiliskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga Þórarins Þórarinssonar arkitekts, dags. í apríl 1999 að breyttu skipulagi í Suður-Mjódd.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi Suður - Mjóddar. Ennfremur verði auglýst breyting á gildandi aðalskipulagi í samræmi við tillöguna. Vísað til heilbrigðis- og umhverfisnefndar og Íþrótta- og tómstundaráðs til kynningar.

24. fundur 1994
Suður Mjódd, deiliskipulag.
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að deiliskipulagi Suður Mjóddar, dags. 13.5.94 og bókun umhverfismálaráðs frá 18.5. s.l. Einnig lagðar fram athugasemdir er fram komu við kynningu.

Helga Bragadóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir frá Borgarskipulagi komu á fundinn og kynntu tillöguna.

14. fundur 1994
Suður Mjódd, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að deiliskipulagi Suður Mjóddar, dags. 13.5.94 og bókun umhverfismálaráðs frá 18.5. sl. Einnig lagðar fram athugasemdir er fram komu við kynningu.

Helga Bragadóttir kynnti tillöguna.

13. fundur 1994
Suður Mjódd, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að deiliskipulagi Suður Mjóddar, dags. 13.5.94 og bókun umhverfismálaráðs frá 18.5. sl.

Frestað.
Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Guðrún Jónsdóttir vísar til fyrri bókunar sinnar um Suður Mjódd.


12. fundur 1994
Suður Mjódd, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að deiliskipulagi Suður Mjóddar, dags. 13.5.94.

Frestað. Vísað til umhverfismálaráðs.
G.J. óskaði bókað: "Ég vil benda á að ég tel að hringakstur á kring um Árskóga 6 og 8 sé óheppilegur og truflandi.
Þá þætti mér eðlilegt að unnin væri tillaga þar sem gert er ráð fyrir stærra gróðursvæði í kring um Árskóga 6 og 8 og athugað verði betur hvort ekki megi móta á annan hátt byggðina meðfram Reykjanesbraut með hagsmuni íbúa Árskóga 6-8 í huga. Að öðru leyti vísa ég í bókun mína frá síðasta fundi."


7. fundur 1994
Suður Mjódd, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.3.94 á bókun skipulagsnefndar frá 25.02.1994 um stækkun íþróttasvæðis ÍR við Skógarsel.
Samþykkt með fyrirvara um endanlega lóðarafmörkun að læknum.



5. fundur 1994
Suður Mjódd, lóðarstækkun
Lagt fram að nýju bréf Þorbergs Halldórssonar f.h. ÍR, dags. 18.2.94 um stækkun íþróttasvæðis félagsins við Skógarsel um einn ha. til vesturs, samkv. uppdr. TT3, dags. 14.2.94. Einnig lagt fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 24.2.94.
Samþykkt.

Samþtkkt.

4. fundur 1994
Suður Mjódd,
Lagðar fram tillögur TT3 um íþróttaaðstöðu ÍR á svæði þeirra í S-Mjódd og breytingu á mörkum íþróttasvæðisins. Ennfremur bréf Þorbergs Halldórssonar f.h. ÍR, dags. 18.2.94.

Vísað til umsagnar umhverfismálaráðs.