Þingholtin

Skjalnúmer : 7884

21. fundur 1994
Þingholtin, fegrun götu
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3.11.93, f.h. borgarráðs, varðandi ósk íbúa við Þingholtsstræti um að draga úr umferðarhraða í götunni. Einnig lagt fram bréf umferðarnefndar, dags. 1.11.93 og tillaga Borgarskipulags, dags. 4.10.94.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu Borgarskipulags með þeim breytingum að ekki verði gert ráð fyrir trjám við gatnamót Þingholtsstrætis annars vegar og Skáholtsstígs og Spítalastígs hins vegar og að ekki verði upphækkun á götu við Amtmannsstíg.
Vísað til umferðarnefndar.