Sóltún 24-26

Skjalnúmer : 7833

9. fundur 1999
Sóltún 24-26, nýbygging, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.3.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15. s.m. um byggingu húss á lóð nr. 24 við Sóltún og breytingu á deiliskipulagi


7. fundur 1999
Sóltún 24-26, nýbygging, br. á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 02.11.98, varðandi byggingu skrifstofuhúss á lóðinni nr. 24 við Sóltún, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur, dags. 12.10.98, síðast br. 4.12.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.12.98 og bréf Húsfélagsins Sóltún 28, dags. 20.12.98 og 20.01.99, athugasemdabréf Litrófs ehf, mótt. 09.02.99, heildverslunarinnar Mót ehf dags. 15.02.99 og Húsfélagsins Sóltúni 28, dags. 05.03.99, Heildversl. Mót, dags. 10.03.99 þar sem fyrri mótmæli eru dregin til baka, bréf Húseigendafélagsins, dags. 12.03.99 og bréf Sigtúns 7 ehf., dags. 15.03.99. Einnig lagður fram nýr uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur, dags. 11.03.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 15.03.99.

Nýr uppdráttur dags. 11.3.99 samþ. ásamt breytingu á deiliskipulagi

1. fundur 1999
Sóltún 24-26, nýbygging, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.12.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 7. s.m. um Sóltún 24, breytingu á deiliskipulagi vegna nýbyggingar. Jafnframt lagt fram bréf Sigfúsar Johnsen, varðandi málið. Borgarráð samþykkti að heimila auglýsingu, að lokinni kynningu fyrir íbúa í húsi nr. 28 við Sóltún.


26. fundur 1998
Sóltún 24-26, nýbygging, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 02.11.98, varðandi byggingu skrifstofuhúss á lóðinni nr. 24 við Sóltún, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur, dags. 12.10.98, síðast br. 4.12.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.12.98.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi. Ennfremur verði málið kynnt sérstaklega fyrir hagsmunaaðilum að Sóltúni 28.