Gufunes, útivistarsvæði

Skjalnúmer : 7808

17. fundur 1999
Gufunes, aðstaða fyrir módelflug
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. júlí 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 19. s.m. um aðstöðu fyrir módelflug í Gufunesi.


16. fundur 1999
Gufunes, aðstaða fyrir módelflug
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 29.06.99, varðandi módelflug í Gufunesi. Einnig lagt fram athugasemdabréf Íbúasamtaka Grafarvogs, dags. 23.06.99.
Skipulags- og umferðarnefnd vísar til fyrri afgreiðslu sinnar en beinir þeim tilmælum til afnotahafa svæðisins að beina flugmódelunum frá íbúðabyggð í grenndinni.

15. fundur 1999
Gufunes, aðstaða fyrir módelflug
Lagt fram bréf borgastjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. f.m. um aðstöðu fyrir módelflug í Gufunesi.


12. fundur 1999
Gufunes, aðstaða fyrir módelflug
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 14.07.98, varðandi aðstöðu fyrir módelflug í Gufunesi og aðstoð við frágang svæðisins. Einnig lagt fram bréf Flugmódelsfélags Reykjavíkur, dags. 29.04.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 05.05.99.
Samþykkt

21. fundur 1997
Gufunes, Drög að deiliskipulagi
Lögð fram til kynningar tillaga Borgarskipulags skv. uppdr. Sigríðar Brynjólfsdóttur landslagsarkitekts dags. 11.02.97 að almennu útivistarsvæði á uppfyllingu í Gufunesi. Einnig lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 12.09.97, varðandi tillögur að útivistarsvæði við Gufunes.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun:
"Skipulags- og umferðarnefnd fagnar því að sjá tillögu að hugsanlegri notkun / starfsemi á uppfyllingunni á Gufunesi sem er almennt útivistarsvæði til sérstakra nota skv. A.R. 1996-2016. Nefndin er jákvæð gagnvart þeim markmiðum sem sett eru fram í tillögunni en ljóst er að áður en allt meginfyrirkomulag á svæðinu er ákveðið þarf að rýna svæðið nánar t.d. m.t.t. legu Sundabrautar, sigs undirlags og annarra áhrifa frá sorphaugum. Tillögunni vísað til umfjöllunar umhverfismálaráðs."