Starmýri 2

Skjalnúmer : 7703

41. fundur 2002
Starmýri 2,
Lagt fram bréf Akkorðs ehf dags. 27.07.02 ásamt uppdráttum AN2 arkitekta dags. 1.07.02 og 10.07.02 varðandi endurnýjun umsóknar um ofanábyggingu við Starmýri 2. Einnig lagt fram bréf Lögmanna við Austurvöll, dags. 25.04.01, bréf G.Á.J. lögfræðistofu til Lögmanna við Austurvöll dags. 4.05.01 ásamt samantekt um málið dags. í janúar ´01og umsögn Borgarskipulags dags. 02.03.01. Lagt fram bréf Lögborgar ehf, f.h. Húsfélagsins Starmýri 2, dags. 25.09.02.
Frestað. Hönnuði bent á að hafa samband við embættið.

35. fundur 2002
Starmýri 2,
Lagt fram bréf Akkorðs ehf dags. 27.07.02 ásamt uppdráttum AN2 arkitekta dags. 1.07.02 og 10.07.02 varðandi endurnýjun umsóknar um ofanábyggingu við Starmýri 2. Einnig lagt fram bréf Lögmanna við Austurvöll, dags. 25.04.01, bréf G.Á.J. lögfræðistofu til Lögmanna við Austurvöll dags. 4.05.01 ásamt samantekt um málið dags. í janúar ´01og umsögn Borgarskipulags dags. 02.03.01.
Jákvætt. Grenndarkynna þarf byggingarleyfisumsókn þegar hún berst auk þess sem liggja þarf fyrir afstaða semeigenda lóðarinnar til umsóknarinnar og breytts lóðarfyrirkomulags.

28. fundur 2001
Starmýri 2,
Lagður fram uppdráttur AN2 arkitekta dags. 1.10.00 og 10.07.01 ásamt ljósmyndum. Einnig lagt fram bréf skólastjóra Álftamýrarskóla, dags. 22.01.01 og bréf Lögmanna við Austurvöll, dags. 25.04.01. Einnig lagt fram bréf G.Á.J. lögfræðistofu til Lögmanna við Austurvöll dags. 4.05.01 ásamt samantekt um málið dags. í janúar ´01og umsögn Borgarskipulags dags. 02.03.01.
Jákvætt gagnvart því að byggja íbúðir ofan á hús. Lagfæra þarf fyrirkomulag íbúða og hugsanlega fækka þeim.

5. fundur 2000
Starmýri 2,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 9. júlí ´99. Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir ofanábyggingu fyrir húsið á lóðinni nr. 2 við Starmýri, samkv. uppdr. Aðalsteins Richter arkitekts, dags. 14.07.87, síðast br. 27.02.91. Uppdrættir voru áður samþykktir í byggingarnefnd Reykjavíkur 14. mars 1991. Einnig lagt fram bréf Byggingarfélagsins Akkorðs sf, dags. 25.02.00 og umsögn Borgarskipulags, dags. 2. mars 2000.

Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu enda verði gengið frá bílastæðamálum. Synjað um grenndarkynningu að svo stöddu, sbr. umsögn Borgarskipulags.

3476. fundur 1999
Starmýri 2,
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir ofanábyggingu fyrir húsið á lóðinni nr. 2 við Starmýri. Uppdrættir voru áður samþykktir í byggingarnefnd Reykjavíkur 14. mars 1991.
Stærð: xx
Gjald kr. 2.500 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar.


24. fundur 1995
Starmýri 2, ofanábygging
Lagt fram bréf Viggós Benediktssonar f.h. Ísflex hf., dags. 15.10.95, þar sem óskað er eftir staðfestingu skipulagsnefndar á því að heimiluð sé bygging á allt að 5 íbúðum á húsi A við Starmýri 2.

Skipulagsnefnd samþykkir svohljóðandi bókun: "Í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar 4.7.1994 og 31.7.95 fellst skipulagsnefnd á að leyfð verði einlyft ofanábygging með allt að fimm íbúðum á hús merkt A á uppdrætti A. Richter, dags. 18.08.95, með þeim fyrirvörum sem fram koma í fyrri samþykktum skipulagsnefndar og bréfi umsækjanda, dags. 15.10.95."

21. fundur 1995
Starmýri 2, ofanábygging
Lagðar fram athugasemdir Jóhanns Kristjánssonar, dags.14.09.95, vegna kynningar á ofanábyggingu á húsi nr. 2b og 2c við Starmýri.



20. fundur 1995
Starmýri 2,
Lagt fram bréf Jóhanns Kristjánssonar, dags. 3. sept. 1995, vegna kynningar á ofanábyggingu á húsi nr. 2b og 2c við Starmýri.

Fallist er á umbeðinn frest sem fram kemur í bréfinu.

22. fundur 1995
Starmýri 2, lóðamál, ofanábygging
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs, um samþykkt borgarráðs 26.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 28.08.95 um hækkun húss nr. 2b og c við Starmýri.



19. fundur 1995
Starmýri 2, lóðamál, ofanábygging
Lagt fram bréf Óttars Halldórssonar og Viggós Benediktssonar f.h. Ísflex hf., dags. 9.08.95, varðandi lóð nr. 2 við Starmýri. Einnig lagðir fram uppdr. Ríkharðs Oddssonar og Sigurðar Hafsteinssonar að ofanábyggingu á húsinu Starmýri 2b og 2c, dags. júlí 1995, ásamt afstöðumynd Aðalsteins Richter, dags. 18.08.95.
Samþykkt. Skipulagsnefnd undirstrikar að samþykktin tekur ekki til aðalhússins á lóðinni (húss A).

17. fundur 1995
Starmýri 2, hækkun húsa
Lagt fram bréf Aðalsteins Richter, arkitekts, f.h. Ísflex hf. og Viggós Benediktssonar o.fl., dags. 20.7.95 varðandi hækkun húsanna nr. 2 A, B og C við Starmýri um eina hæð fyrir íbúðarhúsnæði, innkeyrslu í kjallara húss A og tengingu milli húsa B og C samkv. uppdr., dags. 28.6.95.
Skipulagsnefnd samþykkir innkeyrslu í kjallara húss A og er jákvæð gagnvart erindinu að öðru leyti.

15. fundur 1994
Starmýri 2, hækkun húss
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.5.94 varðandi ósk Ísflex hf. um að byggja eina hæð ofan á hús nr. 2 við Starmýri, samkv. uppdr. Aðalsteins Richter, arkitekts, dags. 14.7.87, br. 27.2.91 og að innrétta íbúðir.

Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu, en óskar eftir frekari úfærslu í samráði við
Borgarskipulag.