Miklabraut, göngutengsl

Skjalnúmer : 7697

14. fundur 1999
Miklabraut, göngutengsl, göngubrú
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um Miklubraut, göngutengsl.


13. fundur 1999
Miklabraut, göngutengsl, göngubrú
Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 27.05.99, varðandi staðsetningu og fyrirkomulag göngubrúar yfir Miklubraut á móts við Grundargerði, samkv. uppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 25.05.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að sótt verði um heimild til breytingar á aðalskipulagi, til skipulagsstofnunar, sbr. 2 mgr. 23. gr. laga nr. 73/1997 sbr. bréf gatnamálastjóra.

7. fundur 1999
Miklabraut, göngutengsl, göngubrú
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23.02.99, varðandi göngubrú yfir Miklubraut vestan Háaleitisbrautar ásamt fylgiskjölum og bréf borgarstjóra, dags. 4.3.99, varðandi tillögu Ólafs F. Magnússonar á fundi borgarráðs, 23.2.99..
Visað til borgarverkfræðings og Borgarskipulags.

12. fundur 1996
Miklabraut, göngutengsl, staðsetning og útfærsla göngubrúar
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 17.5.96, varðandi staðsetningu göngubrúar yfir Miklubraut á móts við Borgargerði. Einnig lögð fram tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur að útfærslu og stígakerfi, dags. 15.5.96.

Samþykkt. Vísað til umhverfismálaráðs.

26. fundur 1995
Miklabraut, göngutengsl, við Háaleitisbraut
Lagt fram bréf yfirverkfræðings umferðardeildar, dags. 6.11.95, f.h. umferðarnefndar varðandi undirgöng undir Miklubraut við Háaleitisbraut.

Vísað til Borgarskipulags til meðferðar við endurskoðun aðalskipulags.