Ármúli 27

Skjalnúmer : 7596

3486. fundur 1999
Ármúli 27, (fsp) Bílageymsluhús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílageymsluhús fyrir 71 bíl og geymslu fyrir sorp á norðurhluta lóðarinnar nr. 27 við Ármúla.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar.


11. fundur 1999
Ármúli 27, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 12. s.m. um viðbyggingu að Ármúla 27.


9. fundur 1999
Ármúli 27, viðbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 02.11.98, varðandi byggingu húss fyrir varaaflvél í norðausturhorni lóðarinnar nr. 27 við Ármúla, samkv. uppdr. Teiknistofunnar hf, Ármúla 6, dags. 21.10.98, br. 04.11.98. Einnig lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 15.01.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 20.01.99. Málið var í kynningu frá 28. jan. til 26. febr. 1999. Lagt fram athugasemdabréf Húsfélagsins Suðurlandsbraut 30, dags. 17.03.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 24.03.99.
Samþykkt með vísan til umsagnar Borgarskipulags.

2. fundur 1999
Ármúli 27, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 02.11.98, varðandi byggingu húss fyrir varaaflvél í norðausturhorni lóðarinnar nr. 27 við Ármúla, samkv. uppdr. Teiknistofunnar hf, Ármúla 6, dags. 21.10.98, br. 04.11.98. Einnig lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 15.01.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 20.01.99.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Suðurlandsbraut 30.