Bergþórugata 4
Skjalnúmer : 7566
10. fundur 1998
Bergþórugata 4, hækkun á þaki
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 16.03.98, varðandi hækkun á þaki hússins á lóðinni nr. 4 við Bergþórugötu, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörð ark., dags. í mars 1998. Einnig lagt fram bréf Guðmundar Þ. Guðmundssonar f.h. íbúa á Bergþórugötu 3, dags. 20.04.98 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 29.04.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags, dags. 29.4.98, og uppdr. að hækkun á þaki.
7. fundur 1998
Bergþórugata 4, hækkun á þaki
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 16.03.98, varðandi hækkun á þaki einbýlishússins á lóðinni nr. 4 við Bergþórugötu, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörð ark., dags. í mars 1998.
Samþykkt að kynna tillöguna skv. 7. mgr. 43. gr. laga 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Bergþórugötu 1, 2, 3, 5, 6 og 6B, nr. 23 við Frakkastíg og Iðnskólanum.