Sporhamrar

Skjalnúmer : 7386

20. fundur 1995
Sporhamrar, verslun, verslunar- og þjónustulóð
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.8.95 á bókun skipulagsnefndar frá 28.8.95 um verslunar og þjónustulóð við Sporhamra. Borgarráð samþykkti erindið með þeirri breytingu að gerð verði krafa um eitt bílastæði á hverja 25 m2 í samræmi við skipulagsskilmála.


19. fundur 1995
Sporhamrar, verslun, verslunar- og þjónustulóð
Lagt fram að nýju bréf Gunnars Arnar Steingrímssonar, dags. 15.03.95, varðandi ósk um að breyta skipulagi verslunarlóðar við Sporhamra. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, unnin af Agli Guðmundssyni arkitekt FAÍ, dags. 21.05.95, að verslunar- og þjónustulóðum við Sporhamra og sameiginlegri bílastæðalóð fyrir skóla, gæsluvöll, verslun og þjónustu.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsnefndar, enda sjái lóðarhafi verslunarlóðar fyrir 1 bílastæði á móti hverjum 35 m2 gólfflatar í húsi á lóðinni eða greiði fyrir gerð bílastæða á bílastæðalóð til að því hlutfalli verði náð.

7. fundur 1995
Sporhamrar, verslun, breytt skipulag lóðar
Lagt fram bréf Gunnars Arnar Steingrímssonar, dags. 15.3.95, varðandi ósk um að breyta skipulagi verslunarlóðar við Sporhamra samkv. uppdr. Egils Guðmundssonar, arkitekts, dags. 9.3.95.

Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið eins og það er lagt fyrir, en felur Borgarskipulagi að ræða við umsækjanda um skipulagskosti.