Dalbraut 16

Skjalnúmer : 7240

25. fundur 1998
Dalbraut 16, lóðarbreyting, bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 3.11.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. f.m. um lóðarbreytingu og bílastæði að Dalbraut 16.


23. fundur 1998
Dalbraut 16, lóðarbreyting, bílastæði
Lagt fram bréf Auðar Sveinsdóttur landslagsarkitekts, dags. 24.09.98, varðandi gerð lóðar og fækkunar bílastæða að Dalbraut 16. Einnig lagt fram bréf Samtaka aldraðra, dags. 15.10.98.
Samþykkt.

22. fundur 1997
Dalbraut 16, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.10.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27. s.m. um stækkun lóðar nr. 16 við Dalbraut 16.


21. fundur 1997
Dalbraut 16, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Guðfinnu Thordarson ark., dags. 08.10.97, varðandi færslu bílgeymslu neðanjarðar á nærliggjandi lóð, samkv. uppdr. sama, dags. 07.10.97. Einnig lagt fram bréf Guðmundar Gunnarssonar, dags. 20.10.97 varðandi lóðarstækkun.
Nefndin samþykkir erindið með þeim skilmálum að kvöð er á lóðarskikanum um almenna umferð á göngustíg sem verður í óbreyttri legu og að skikinn verði áfram hluti opins útivistarsvæðis sbr. AR ´96-2016. Lóðarstækkun gefur ekki aukið byggingarmagn / nýtingu á lóðinni.

4. fundur 1997
Dalbraut 16, íbúðir aldraðra
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.02.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10.02.97 um íbúðir fyrir aldraða að Dalbraut 16, lóðarskilmála.



28. fundur 1996
Dalbraut 16, íbúðir aldraðra
Lögð fram athugasemdabréf íbúa og annarra nágranna Dalbrautar 16 ásamt samantekt Borgarskipulags, dags. 11.12.96.

Frestað.

3. fundur 1997
Dalbraut 16, íbúðir aldraðra
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að skilmálum fyrir lóð aldraðra að Dalbraut 16, dags. 03.10.96, breytt 8.11.96, ásamt tillögu að nærliggjandi útivistarsvæðum, dags. 04.02.97. Ennfremur lögð fram tillaga Gíslínu Guðmundsdóttur arkitekts, dags. 04.02.97, að uppbyggingu á lóðinni.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum með fyrirvara um breytta landnotkun. Vísað til umhverfismálaráðs m.t.t. grænna svæða og göngutengsla.

21. fundur 1996
Dalbraut 16, íbúðir aldraðra
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að skilmálum fyrir lóð aldraðra að Dalbraut 16, dags. 03.10.96.

Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna fyrir nágrönnum að fenginni afstöðu félagsmálaráðs.

19. fundur 1996
Dalbraut 16, íbúðir aldraðra
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 19.06.96 og bréf Ágústs Jónssonar skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 14.06.96, þar sem lagt er til að Samtökum aldraðra verði gefið fyrirheit um lóð að Dalbraut 16.

Vísað til endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur varðandi landnotkunarbreytingu. Borgarskipulagi falið að gera tillögu að skilmálum fyrir lóðina þ.m.t. um byggingarmagn og byggingarreit.