Gang- og hjólastígar

Skjalnúmer : 7217

11. fundur 1998
Gang- og hjólastígar,
Óskar D. Ólafsson lagði fram svofellda bókun:
#Frágangur verktaka við stíga borgarinnnar er víða ófullnægjandi meðan á framkvæmdum stendur. Malarhaugum er dembt á stíga, stígar rofnir án viðeigandi ráðstafana og fleira má tína til. Þar með er aðgengi og öryggi gangandi, hjólandi og fatlaðra vegfarenda skert stórlega. Þetta verður sérstaklega bagalegt nú þegar sumarið er komið. Mælst er til þess að borgarverkfræðingur og gatnamálastjóri geri verktökum skylt að lagfæra nú þegar ofangreindar misfellur sem á stígum verða meðan á framkvæmdum stendur.#
Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir bókunina.