Stjórnkerfi Reykjavíkurborgar

Skjalnúmer : 7196

14. fundur 1996
Stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, áfangaálit stjórnkerfisnefndar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 11.6.96, þar sem vísað er til umsagnar skipulagsnefndar áfangaáliti stjórnkerfisnefndar, dags. 22.5.96.

Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða svofellda bókun:
"Skipulagsnefnd tekur undir tillögu stjórnkerfisnefndar sem fram kemur í kafla V í áfangaálitinu um að skipulagsnefnd og umferðarnefnd verði breytt í skipulags- og umferðarnefnd, sem felur í sér sameiningu nefndanna.
Eins og greinilega hefur komið fram í vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins eru umferðarmál óaðskiljanlegur hluti skipulags og umferðaræðar beinagrind framtíðar skipulags því myndi sameining þessara nefnda skapa betri heildarsýn, í skipulags- og umferðarmálum borgarinnar. Sameining nefndanna er einnig þýðingarmikill liður í því að einfalda stjórnkerfi borgarinnar, gera það skilvirkara og um leið aðgengilegra fyrir íbúa borgarinnar."