Eiríksgata 5

Skjalnúmer : 7141

23. fundur 1999
Eiríksgata 5, stækkun á inngangi og inndregnu þakhýsi
Lagt fram bréf Björns Skaptasonar arkitekts, dags. 25.10.99, um að stækka inngang á norðurhlið og einnig að bæta við inndregið þakhýsi á 4. hæð, samkv. uppdr. Atelier arkitekta, dags. í okt. 1999. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 1. nóv. 1999.
Frestað

1. fundur 1999
Eiríksgata 5, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.12.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14. s.m. um nýbyggingu að Eiríksgötu 5.


27. fundur 1998
Eiríksgata 5, nýbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Björns Skaptasonar arkitekts, dags. 22.09.98, varðandi uppbyggingu á lóðinni á horni Barónsstígs og Eiríksgötu, skv uppdr. Atelier arkitekta dags. 6.10.98 og 22.09.98, ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 07.10.98. Einnig lagt fram athugasemdabréf íbúa við Barónsstíg 59, 61, 63 og 65, dags. 05.11.98 og Finns Bárðarsonar, Barónsstíg 63, dags. 16.11.98. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 02.12.98, breytt 14.12.98 og br. teikningar Björns Skaftasonar, dags. 06.12.98 mótt. 11.12.98. Málið var í kynningu frá 19. okt. til 16. nóv. 1998. Ennfremur lögð fram bréf Björns Skaptasonar arkitekts, dags. 30.11.98 og 08.12.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags, dags. 2.12. br. 14.12.98 um athugasemdir sem bárust að lokinni grenndarkynningu. Ennfremur samþykkir nefndin tillöguuppdrætti Björns Skaptasonar, arkitekts, dags. 6.12.98.

22. fundur 1998
Eiríksgata 5, nýbygging
Lagt fram bréf Björns Skaptasonar arkitekts, dags. 22.09.98, varðandi uppbyggingu á lóðinni á horni Barónsstígs og Eiríksgötu, skv uppdr. Atelier arkitekta dags. 6.10.98 og 22.09.98 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 14.5.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að kynna erindið samlvæmt 2. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Eiríksgötu 2, 4, 6 og 8, Barónsstíg 49 - 65 (oddatölur) og forsvarsmanna Vörðuskóla, Iðnskóla, Blóðbanka (Landspítala) og Hallgrímskirkju.

11. fundur 1998
Eiríksgata 5, nýbygging
Lögð fram bréf Björns Skaptasonar arkitekts, dags. 09.03.98, mótt. 12.05.98, varðandi breytingu á byggingarhæð á lóðinni meðfram Barónsstíg, niðurgrafinni bílgeymslu við húsið á norðurhluta lóðarinnar og byggingu á vesturgafl, samkv. uppdr. Atelier Arkitekta, dags. 04.03.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 14.05.98.
Frestað.