Víðidalur, Fákur

Skjalnúmer : 7077

4. fundur 1996
Víðidalur, Fákur, athafnasvæði hestamanna
Lagðar fram tillögur Landslagsarkitekta á endurskoðuðu skipulagi á athafnasvæði hestamanna í Víðidal, afmörkun og aðkomum, dags. 27.11.95.

Samþykkt með þeirri athugasemd að afmörkun svæðisins næst Vesturási fylgi gangstíg. Vísað til umhverfismálaráðs.

28. fundur 1995
Víðidalur, Fákur, skipulag lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.11.95 á bókun skipulagsnefndar frá 6.11.95 um skipulag lóðar Reiðhallarinnar í Víðidal.



26. fundur 1995
Víðidalur, Fákur, skipulag hesthúsabyggðar
Lagðar fram tillögur Landslagsarkitekta að skipulagi hesthúsabyggðar í Víðidal.

Samþykkt. Vísað til umhverfismálaráðs.

25. fundur 1995
Víðidalur, Fákur, skipulag lóðar
Lagður fram skipulagsuppdráttur Landslagsarkitekta af umhverfi reiðhallarinnar í Víðidal, dags. 22.10.95, ásamt greinargerð, dags. 30.10.95.

Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt, kom á fundinn og kynnti málið.
Samþykkt. Vísað til umhverfismálaráðs.