Seljabraut

Skjalnúmer : 7055

21. fundur 1999
Seljabraut, 30 km svæði
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. sept. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 20. s.m. um 30 km svæði við Seljabraut.


6. fundur 1998
Seljabraut, umferð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17.02.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða á Seljabraut. Fjárveiting til verksins komi af liðnum "Samþykktir skipulags- og umferðarnefndar". Lögreglustjóra hefur verið sent erindið til kynningar.


1. fundur 1998
Seljabraut, umferð
Lagt fram bréf Torfa Karls Karlssonar, dags. 11. jan. 1998, um úrbætur varðandi umferð og umferðarhraða á Seljabraut. Einnig lögð fram fundargerð umferðardeildar með íbúum við Seljabraut, dags. 19.01.98.
Vísað til umferðardeildar og til umfjöllunar með íbúum á svæðinu.

4. fundur 1998
Seljabraut, umferð
Lagt fram að nýju bréf Torfa Karls Karlssonar, dags. 11. jan. 1998, um úrbætur varðandi umferð og umferðarhraða á Seljabraut. Einnig lagt fram bréf sama, dags. 30.01.98. Ennfremur lögð fram fundargerð umferðardeildar með íbúum við Seljabraut, dags. 19.01.98 og umsögn umferðardeildar, dags. 07.01.98 ásamt tillögu dags. 6.2.1998.
Samþykkt með samöldu við biðstöð SVR. Jafnframt er umferðardeild falið að huga að tillögum um úrbætur á neðri hluta Seljabrautar.
Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað: "Ég hefði fremur óskað eftir því að nefndin samþykkti gerð 30 km tvöfaldrar samöldu með miðeyju á Seljabraut. Þar sem sú útfærsla mun leiða til meiri lækkunar á umferðarhraða en 40 km samaldan. Óskað er eftir umsögn á næsta fundi frá umferðardeild, þar sem bornar eru saman 30 km og 40 km samöldur, eðli þeirra, kostir og gallar."


25. fundur 1997
Seljabraut, umferð
Lögð fram bréf Torfa Karls Karlssonar, dags. 04.07.97 og 08.09.97, varðandi umferð og umferðarhraða um Seljabraut. Einnig lagt fram bréf umferðardeildar, dags. 19.11.97 ásamt tillögu.
Guðrún Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi breytingartillögu við tillögu umferðardeildar: "Ég tel eðlilegra að settar verði upp tvær 30 km samöldur önnur við SVR - stoppistöð við Kjöt og fisk en hin við SVR - stoppistöð rétt vestan Engjasels. Þetta tel ég öruggari aðgerð en það sem hér er lagt til í sambandi við miðeyjar." Frestað. Vísað til umsagnar umferðardeildar.

15. fundur 1997
Seljabraut, umferð
Lagt fram bréf Torfa Karlssonar, dags. 4.7.97, varðandi umferð um Seljabraut.
Vísað til umferðardeildar og Borgarskipulags.