Skúlagata 21

Skjalnúmer : 6817

16. fundur 1997
Skúlagata 21 og 42, uppbygging
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 08.07.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.07.97 um uppbyggingu lóðar nr. 21 og 42 við Skúlagötu.


15. fundur 1997
Skúlagata 21 og 42, uppbygging
Lagt fram að nýju bréf Ólafar Flygenring arkitekts f.h. Viðars ehf., dags. 06.11.96, varðandi uppbyggingu lóðanna Skúlagötu 21 og 42. Einnig lagt fram bréf Almennu verkfræðistofunnar hf., dags. 28.10.96, varðandi umferðarhávaða. Ennfremur lagðir fram uppdr. arkitektanna Ólafar Flygenring, Ævars Harðarssonar og Jons Nordstien, dags. 21.1.97 ásamt líkani og mat umferðardeildar á hljóðvistarskýrslu, dags. 21.1.97 Lögð fram tillaga Borgarskipulags að breytingu á staðfestu deiliskipulagi, dags. 11.4.97 ásamt bréfi skipulagsstjóra ríkisins, dags. 02.05.97 og athugasemdabréfum íbúa, dags. 1.6.97, 2.7.97 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 4.7.97.
SKUM samþykkir umsögn Borgarskipulags dags. 4.7. 97. og leggur til við borgarráð að óskað verðir eftir því við skipulagsstjórn ríkisins að hún samþykki breytingu á staðfestu skipulagi skv. 17. og 18. grein skipulagslaga.

3. fundur 1997
Skúlagata 21 og 42, uppbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.1.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.1.97 um uppbyggingu á lóðum nr. 21 og 42 við Skúlagötu. Borgarráð samþykkti skipulagsuppdrátt frá 21.1. og staðfestir jafnframt bókun skipulags- og umferðarnefndar. Er þetta samþykkt með fyrirvara um frágang lóðarmarka milli lóða nr. 105 við Hverfisgötu og nr. 42 við Skúlagötu.


2. fundur 1997
Skúlagata 21 og 42, uppbygging
Lagt fram að nýju bréf Ólafar Flygenring arkitekts f.h. Viðars ehf., dags. 06.11.96, varðandi uppbyggingu lóðanna Skúlagötu 21 og 42. Einnig lagt fram bréf Almennu verkfræðistofunnar hf., dags. 28.10.96, varðandi umferðarhávaða. Ennfremur lagðir fram uppdr. arkitektanna Ólafar Flygenring, Ævars Harðarssonar og Jóns Nordstien, dags. 21.01.97 ásamt líkani og mat umferðardeildar á hljóðvistarskýrslu, dags. 21.01.97 og bréf G.Á.J. Lögfræðist. f.h. Íslandsbanka, dags. 27.1.97.
Framlögð tillaga ásamt eftirfarandi bókun samþykkt:
"Þar sem skipulagið er staðfest árið 1986 áður en hljóðvistarákvæði voru sett í byggingar- og mengunarvarnareglugerðir, verður að líta svo á að reglur um hljóðstig gildi skv. skipulagi, hér sé hvorki um nýskipulag að ræða né endurnýjun byggðar sem fyrir er sambr. bréf borgarlögmanns dags. í sept. 1996 vegna Skúlagötu 20. Hljóðvistarskýrsla Almennu Verkfræðistofunnar leiðir í ljós að hljóðstig við húshlið er snýr að Snorrabraut er mest 65,3 dB. Samkvæmt spá umferðardeildar Borgarverkfræðings fyrir árið 2009 verður mesta hljóðstig við húshlið 67-68 dB. Taka þarf mið af því við hönnun húss, þannig að helstu vistarverur íbúða opnist að inngarði frá Snorrabraut. Gætt verður ýtrustu krafna gildandi reglugerða um hljóðvist innanhúss og á leik- og dvalarsvæði. Nýtingarhlutfall á lóðinni er innan marka staðfests skipulags og einnig á hvorri lóð fyrir sig ef markaðar eru sér lóðir. Ekki er lagst gegn því að leyft verði 1 stæði á íbúð á lóð þar sem eftir talin atriði mæla með því: Samnýting bílastæða er möguleg, opin stæði á lóð skrifstofubyggingar geta nýst sem gestastæði á kvöldin og um helgar. Lóðin er miðsvæðis og í nálægð við miðstöð strætisvagna. Fordæmi eru við Skúlagata 10, Klapparstígur 1-7 (Völundarlóð), Skúlagata 20 (íbúðir aldraðra) og Egilsborgir við Rauðarárstíg. Í ljósi breyttra áherslna í umferðarmálum, þar sem áhersla er lögð á bættar almenningssamgöngur og að spornað sé gegn óheftri aukningu einkabíla, verði bílastæðareglur endurskoðaðar. Kvöð verði lögð á lóðina um gangandi umferð, austur vestur, í framhaldi Skúlagötu. Nánari útfærsla byggingar verði unnin í samráði við Borgarskipulag."


24. fundur 1996
Skúlagata 21 og 42, uppbygging
Lagt fram til kynningar bréf Ólafar Flygenring arkitekts f.h. Viðars ehf., dags. 06.11.96, varðandi uppbyggingu lóðanna Skúlagata 21 og 42, samkv. uppdr, dags. í október 1996. Ennfremur lagt fram bréf Almennu verkfræðistofunnar hf., dags. 28.10.96, varðandi umferðarhávaða. Einnig lagt fram líkan.
Frestað.

15. fundur 1996
Skúlagata 21 og 42, uppbygging
Lagt fram bréf Jon Nordstien, Ólafar Flygenring og Ævars Harðarsonar f.h. Byggingarfélagsins Viðars ehf., dags. 26.6.96, varðandi uppbyggingu lóðanna Skúlagata 21 og 42, samkv. uppdr, dags. í júní 1996. Einnig lagt fram líkan.

Frestað.