Flugvöllur

Skjalnúmer : 6767

93. fundur 2005
Reykjavíkurflugvöllur, Engey
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra, dags. 1. nóvember 2005, ásamt erindi Önundar Ásgeirssonar um staðsetningu nýs flugvallar í Engey.
Kynnt.

19. fundur 1999
Reykjavíkurflugvöllur, framkvæmdaleyfi fyrir endurbætur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 31. ágúst 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 30. s.m. um framkvæmdaleyfi fyrir endurbætur á Reykjavíkurflugvelli.


18. fundur 1999
Reykjavíkurflugvöllur, framkvæmdaleyfi fyrir endurbætur
Lagt fram bréf flugmálastjóra dags. 16.08.99 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir endurbætur á Reykjavíkurflugvelli. Einnig lagður fram deiliskipulagsuppdráttur, samþykktur 15. júní ´99 og aðalskipulagsuppdráttur staðfestur 21. ágúst ´99, úrskurður umhverfisráðherra um kæru á úrskurði skipulagsstjóra ríkisins, dags. 13.08.99, skýrsla flugmálastjórnar, dags. í febrúar 1999, úrskurður skipulagsstjóra, dags. 28. apríl 1999 og umsögn Borgarskipulags, dags. 27. ágúst 1999. Einnig lagt fram bréf Ólafs Bjarnasonar dags. 12.4.99. Einnig lagt fram bréf frá samtökum um betri byggð, dags. 30. 8. ´99, vegna framkvæmdaleyfis til handa flugmálastjórna vegna framkvæmda við Reykjavíkurflugvöll.
Samþykkt. Borgarskipulagi falið að annast útgáfu leyfisins að lokinni staðfestingu borgarráðs á samþykkt skipulags- og umferðarnefndar.
Skipulags- og umferðarnefnd felst á umsögn Borgarskipulags og samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis til flugmálastjórnar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Reykjavíkurflugvöll, eins og þeim er lýst í greindri umsókn og skýrslu flugmálastjórnar dags. febrúar 1999, með eftirtöldum skilyrðum:
1. Við framkvæmdina verði farið að skilyrðum þeim er fram koma í úrskurði skipulagsstjóra dags. 28. apríl sl.
2. Tekið verði fullt tillit til athugasemda borgarverkfræðings í bréfi dags.12. apríl 1999 (samþykkt í borgarráði 15. apríl 1999).
3. Framkvæmdaleyfisgjald verði greitt skv. reikningi, fyrir eftirlit og útgáfu leyfis, eftir nánara samkomulagi borgarinnar og framkvæmdaleyfishafa þar um sbr. 53. gr. laga nr. 73/1997 og 9. kafla rg. nr. 400/1998.
4. Reglulegt samráð verði haft við Reykjavíkurborg til að leysa þau mál sem óhjákvæmilega munu koma upp í tengslum við verkið á eftirfarandi hátt:

§ Framkvæmdaraðili skal tilnefna einn aðila til að annast samskipti við Reykjavíkurborg vegna verksins við fulltrúa borgarinnar er borgarverkfræðingur tilnefnir.
§ Fulltrúa borgarinnar verði heimill aðgangur að verksvæðinu og gögnum þeim er verkið varða hvenær sem er.
§ Fulltrúa borgarinnar verði sendar allar verkfundagerðir.
§ Á verktíma verði haldnir samráðsfundir a.m.k. á mánaðar fresti, með fulltrúa borgarinnar, framkvæmdaaðila og verktaka, til að leysa úr vandamálum sem upp kunna að koma.

Borgarskipulagi er falið að annast útgáfu leyfisins að lokinni staðfestingu borgarráðs á samþykkt skipulags og umferðarnefndar.

Fulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu að eftirfarandi yrði einnig bókað:
Reykjavíkurflugvöllur er meginmiðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Þrátt fyrir þá staðreynd hefur flugvöllurinn verið hornreka hvað varðar viðhald um margra ára og jafnvel áratuga skeið. Þær endurbætur sem nú er verið að ráðast í eru því löngu tímabærar og eru nauðsynlegar til að auka öryggi í flugumferð. Borgaryfirvöld hafa hvatt til þess að öryggi vallarins yrði tryggt með nauðsynlegum endurbótum og í því ljósi er framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra endurbóta veitt. Umfang endurbótanna er þó alfarið ákveðið af samgönguyfirvöldum og á ábyrgð þeirra. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er gert ráð fyrir að Reykjavíkurflugvöllur sé staðsettur í Vatnsmýrinni en engar ákvarðanir hafa verið teknar um framtíð flugvallarins að loknu yfirstandandi skipulagstímabili. Ákvörðun þar um verður tekin í tengslum við lögbundna enedurskoðun aðalskipulagsins sem hefst í haust og að undangenginni allsherjaratkvæðagreiðslu meðal borgarbúa.


15. fundur 1999
Reykjavíkurflugvöllur, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgastjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14. s.m. um breytt aðal- og deiliskipulag á Reykjavíkurflugvelli. Jafnframt var lagt fram erindi Samtaka um betri byggð, dags. 14. þ.m., varðandi málið.


14. fundur 1999
Reykjavíkurflugvöllur, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að endurskoðun á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, samkv. uppdr. og greinargerð Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 19.01.99, br. 12. febr.´99, og júní ´99, umhverfisskipulag Borgarskipulags, dags. feb.´99. Að lokinni auglýsingu er jafnframt lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, skv. uppdr. og greinargerð Borgarskipulags, bréf Flugmálastjórnar, dags. 20.01.99 og kynningargögn flugmálastjóra frá 25.01.99. Einnig lagður fram úrskurður skipulagsstjóra um mat á umhverfisáhrifum , dags. 28. apríl 1999. (Niðurstöður frumathugunar og úrskurður skipulagsstjóra ríkisins um endurbætur á Reykjavíkurflugvelli)
Málin voru í auglýsingu frá 3. til 31. mars 1999. Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 23.03.99, varðandi bréf Samtaka um betri byggð, dags. 18.03.99. Lögð fram athugasemdabréf Geirs V. Vilhjálmssonar, dags. 25.03.99, Landhelgisgæslu Íslands, dags. 30.03.99, Íslandsflugs, dags. 29.03.99, Matthíasar Arngrímssonar, dags. 08.04.99, Steinþórs Baldurssonar, dags. 08.04.99, íbúa Þórsgötu 18, dags. 10.04.99, Samtaka um betri byggð, dags. 12.04.99, athugasemdir við tillögu að breytingu á A.R. 1996-2016, varðandi Reykjavíkurflugvöll og Samtaka um betri byggð, dags. 12.04.99, athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, Flugleiða, dags. 13.04.99, Félags íslenskra einkaflugmanna, dags. 13.04.99, Sigurðar M. Jónssonar, dags. 13.04.99, Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 14.04.99, Vilhjálms Karls Karlssonar, dags. 16.04.99, Flugleiða, dags. 26.04.99.
Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 9. júní ´99, leiðrétt 10.6.99, bréf Borgarskipulags til Skipulagsstofnunar, dags. 4. júní 1999, bréf Skipulagsstofnunar til Borgarskipulags, dags. 10. júní 1999, bréf Almennu verkfræðistofunnar til Álfheiðar Ingadóttur, dags. 1. júní 1999, reglur flugmálastjórnar um hávaða takmarkanir, bréf Ágústar Jónssonar, skrifstofustjóra Borgarverkfræðings, dags. 27. maí 1999. Jafnframt er lögð fram yfirlýsing Borgarstjóra Reykjavíkur og samgönguráðherra. Ennfremur lagt fram bréf Samtaka um betri byggð dags. 14.6.99. ásamt meðfylgjandi afriti af kæru samtakanna til umhverfisráðherra dags. 1.6.99.





Skipulags- og umferðarnefnd afgreiddi framlagðar tillögur á eftirfarandi hátt:
a) Tillaga að breytingu á aðalskipulagi svo og umsögn Borgarskipulags dags. 9.6.99, leiðrétt 10.6.99, um þær athugasemdir sem bárust um tillöguna: Samþykkt með 2 samhljóða atkv. (Óskar Bergsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sátu hjá).
b) Tillaga að breyttu deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 9.6.99, leiðrétt 10.6.99, um þær athugasemdir sem bárust um tillöguna: Samþykkt með 2 samhljóða atkv. (Óskar Bergsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sátu hjá).
c) Tillaga Borgarskipulags að umhverfisskipulagi á flugvallarsvæðinu ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 9.6.99, leiðrétt 10.6.99, um athugasemdir sem bárust varðandi tillöguna: Samþykkt með 2 samhljóða atkv. (Óskar Bergsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sátu hjá).
Guðrún Ágústsdóttir og Guðmundur Haraldsson óskuðu að bókað yrði; "Við afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á deili- og aðalskipulagstillögum vegna Reykjavíkurflugvallar viljum við taka fram eftirfarandi. Það er sérstakt fagnaðarefni að í yfirlýsingu borgarstjóra og samgönguráðherra dags. í dag skuli fyrsti áfangi flutnings æfinga-, kennslu- og einkaflugs tímasettur. Hins vegar má benda á að þótt snertilendingar hverfi af Reykjavíkurflugvelli þá eru flugtök og lendingar í æfinga-, kennslu- og einkaflugi nú fleiri en sambærilegar flughreyfingar í áætlunarflugi innanlands.
Á sama hátt ber að fagna yfirlýsingu um að dregið verði úr umhverfisáhrifum flugumferðar með ákveðnum reglum og framfylgd þeirra. Taka þarf upp skráningu á brautanotkun á flugvellinum og að auka notkun á austur-vesturbraut á kostnað norður-suðurbrautar.
Á sama hátt er ítrekuð sú stefna AR 1996-2016 að allt ferjuflug flytjist til Keflavíkur. Lýst er efasemdum um nauðsyn þess að halda Reykjavíkurflugvelli opnum sem varaflugvelli í millilandaflugi. Egilsstaðir hafa tekið við því hlutverki og veðursvæði Reykjavíkur og Keflavíkur er svipað varðandi flug stórra millilandaflugvéla (þ.e. allt að Boing 757). Mikilvægt er að öllum sé ljóst að slíkar lendingar yrðu aðeins í neyðartilvikum.
Reykjavíkurflugvöllur þjónar um 20% landsmanna utan Reykjavíkur en tekur upp um 150 ha lands nærri miðborginni og getur því ekki talist aðalsamgöngumiðstöð borgarinnar.
Skortur á viðhaldi flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli um áratuga skeið og skortur á akstursbrautum hefur háð starfsemi flugvallarins og skapað óþarfa hættu. Viðhald það sem nú er fyrirhugað, þótt umfangsmikið sé, á ekki að koma í veg fyrir, að flugvöllurinn verði fluttur í framtíðinni, jafnvel áður en núverandi skipulagstímabili lýkur, náist um það samkomulag."
Fulltrúar D-lista óskuðu að bókað yrði:"Við ítrekum afstöðu okkar frá því á fundi skipulags- og umferðarnefndar hinn 15. febrúar sl. þar sem tillaga var gerð um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 um að umferðartenging verði tryggð. Deiliskipulagstillagan sýnir ófullnægjandi umferðartengingar að okkar mati, en ein megin ástæðan fyrir flutningi flugvallar byggingar og þjónustukjarna er að tryggja betri umferðartengingu við það svæði. Deiliskipulagstillagan tryggir ekki betri samgöngur en flugvallarsvæðið býr við í dag. Jafnframt hefur komið fram hjá hagsmunaaðilum nauðsyn þess að tryggðar verði flullnægjandi vegtengingar við nýja flugstöðvarsvæðið til að greiða fyrir umferð."
Óskar Bergsson óskaði að bókað yrði: "Fyrirhugaðar endurbætur Reykjavíkurflugvallar, fyrir 1700 milljónir króna munu að öllu líkindum festa flugvöllinn í sessi í Vatnsmýrinni a.m.k. næstu 50 árin. Skynsamlegra hefði verið að fara í nauðsynlegar öryggisumbætur á vellinum á þessu stigi málsins, þá hefði unnist tími til að undirbúa málið betur og vinna það í samráði við umhverfissamtök sem hafa látið sig málið varða.
Guðrún Ágústsdóttir óskaði að bókað yrði:"Um flugstöð Flugleiða hf. við Þorragötu fara í dag um 400 þús farþegar á ári. Umferð frá flugstöðinni er því um 2000-3000 bílar á sólarhring. Eftir byggingu nýrrar flugstöðvar við austurhluta Reykjavíkurflugvallar bætist þessi umferð við aðra umferð á Flugvallarvegi. Um Flugvallarveg fara í dag 3000-5000 bíla á sólarhring en Bústaðavegur 38.000. Þjónustustig á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar mun því breytast mjög lítið við þessa viðbótarumferð á Flugvallavegi. Aðalskipulag Reykjavíkur gerir einnig ráð fyrir nýrri tengingu fyrir flugvallarsvæðið við Hringbraut. Að öðru leyti er vísað til fyrri bókana um málið."


13. fundur 1999
Reykjavíkurflugvöllur, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lögð fram drög að umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 29. maí 1999.


12. fundur 1999
Reykjavíkurflugvöllur, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að endurskoðun á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, samkv. uppdr. og greinargerð Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 19.01.99, síðast br. 12. febr.´99, mótt. 15.2.99 og umhverfisskipulag Borgarskipulags, dags. feb.´99, bréf Flugmálastjórnar, dags. 20.01.99 og kynningargögn flugmálastjóra frá 25.01.99. Einnig lagður fram úrskurður skipulagsstjóra um umhverfisáhrif vegna endurbóta á Reykjavíkurflugvelli, dags. 28. apríl 1999.
Málið var í auglýsingu frá 3. til 31. mars 1999. Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 23.03.99, varðandi bréf Samtaka um betri byggð, dags. 18.03.99. Lögð fram athugasemdabréf Geirs V. Vilhjálmssonar, dags. 25.03.99, Landhelgisgæslu Íslands, dags. 30.03.99, Íslandsflugs, dags. 29.03.99, Matthíasar Arngrímssonar, dags. 08.04.99, Steinþórs Baldurssonar, dags. 08.04.99, íbúa Þórsgötu 18, dags. 10.04.99, Samtaka um betri byggð, dags. 12.04.99, athugasemdir við tillögu að breytingu á A.R. 1996-2016, varðandi Reykjavíkurflugvöll og Samtaka um betri byggð, dags. 12.04.99, athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, Flugleiða, dags. 13.04.99, Félags íslenskra einkaflugmanna, dags. 13.04.99, Sigurðar M. Jónssonar, dags. 13.04.99, Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 14.04.99, Vilhjálms Karls Karlssonar, dags. 16.04.99, Flugleiða, dags. 26.04.99.


6. fundur 1999
Reykjavíkurflugvöllur, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15. s.m. um Reykjavíkurflugvöll, breytt deiliskipulag.


4. fundur 1999
Reykjavíkurflugvöllur, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lögð fram tillaga að endurskoðun á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, samkv. uppdr. og greinargerð Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 19.01.99, síðast br. 12. febr.´99, mótt. 15.2.1999 og umhverfisskipulag Borgarskipulags, dags. feb.´99 ásamt fundargerð frá fundi 7.1.99 um Reykjavíkurflugvöll, bréfi Flugmálastjórnar, dags. 20.01.99 og kynningargögnum flugmálastjóra frá 25.01.99. Einnig lagt fram bréf undirbúningshóps samtaka um betri byggð dags. 8.2.99. Ennfremur lögð fram skýrsla Almennu Verkfræðistofunnar h.f. og Hönnunar h.f. um frummat á umhverfisáhrifum vegna endurbóta á Reykjavíkurflugvelli, dags. feb. 1999.
Á fundinn komu Haukur Hauksson, aðstoðarflugmálastjóri, ásamt fulltrúum frá Almennu verkfræðistofunni og kynntu tillöguna og frummat á umhverfisáhrifum.
Inga Jóna Þórðardóttir lagði fram svofellda tillögu:
#"Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að leggja til við borgarráð að aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 verði breytt þannig að umferðartenging verði tryggð um Hlíðarfót að Kringlumýrarbraut."#

Tillagan var felld með atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista gegn atkv. fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir með 3 samhljóða atkv. að leggja til við borgarráð að deiliskipulagstillaga að Reykjavíkurflugvelli, dags. 12.2.99, þar sem gerðar eru breytingar á gildandi deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra endurbyggingar flugbrauta verði auglýst sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 en ennfremur er Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna rækilega fyrir almenningi.
Nefndin samþykkir ennfremur með 3 atkv. að leggja til við borgarráð að auglýst verði breyting á aðalskipulagi á og í grennd við flugvallarsvæðið í eftirtöldum atriðum:
1. Að setja inn tengibraut að flugstöð með helgunarsvæði.
2. Breytingar á mörkum flugvallarsvæðis að Nauthólsvík. Gamli Nauthóll og umhverfi verði grænt svæði og sameinist útivistarsvæði í Nauthólsvík sbr. deiliskipulag Nauthólsvíkur.
3. Fylling og færsla göngustígs út fyrir öryggissvæði við suðurenda N-S brautar 02/20.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu framangreindra tillagna varðandi breytingar á aðal- og deiliskipulagi.

Fulltrúar Reykjavíkurlista í skipulags- og umferðarnefnd óskuðu bókað:
#Reykjavíkurflugvöllur er í hjarta höfuðborgarinnar og ýmis skipulagsverkefni og framkvæmdir borgarinnar tengjast endurgerð og uppbyggingu á flugvallarsvæðinu og liggja að því s.s. Háskólasvæðið, Landspítalasvæðið, færsla Hringbrautar, nálæg íbúðasvæði og Öskjuhlíð með Nauthólsvík.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir að tillögu sinni í þessu ljósi að starfshópur með fulltrúum Borgarskipulags, borgarverkfræðings, flugmálastjóra og flugvallarstjóra fylgist með og samræmi skipulagsáætlanir og framkvæmdir við flugvallarsvæðið. Sérstök áhersla er lögð á útfærslu og framkvæmd við flugbrautarenda að Hringbraut og miðborginni. Það er krafa skipulags- og umferðarnefndar að lokun 07-25 brautarinnar verði flýtt eins og kostur er. Á sama tíma verði unnið af fullri alvöru að því að flytja æfinga-, kennslu- og ferjuflug af Reykjavíkurflugvelli í samræmi við áherslur í Aðalskipulagi Reykjavíkur.
Vísað er til samþ. skipulags- og umferðarnefndar frá 25.01.1999 um að huga þegar í stað að öðru flugvallarstæði fyrir áætlunarflugið innanlands í tengslum við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem nú er unnið að. Jafnframt er vísað til áskorunar borgarráðs frá ágúst s.l. til flugmálayfirvalda um að leita allra leiða til að draga úr óþægindum þeim sem borgarbúar verða fyrir vegna flugumferðar.#

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og umferðarnefnd óskuðu bókað:
#"Við sitjum hjá við afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar að tillögu að endurskoðun deiliskipulags Reykjavíkurflugvallar þar sem umferðartenging sú sem sýnd er að og frá flugvallarsvæðinu er að okkar mati alls ófullnægjandi. Ein megin ástæða fyrir flutningi flugstöðvarbyggingar og þjónustukjarna er að tryggja betri umferðartengingu við það svæði. Fyrirliggjandi tillaga tryggir ekki betri samgöngur en flugvallarsvæðið býr við í dag."#

Fulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
#Sú umferðartenging, sem gert er ráð fyrir í tillögu að endurskoðun deiliskipulags Reykjavíkurflugvallar er í fullu samræmi við gildandi aðalskipulag Reykjavíkur. Ein af meginforsendum fyrir þeim umferðartengingum sem eru í gildandi aðalskipulagi, byggja á umhverfissjónarmiðum, m.a. friðun Fossvogsbakka og borgarráð hefur þegar staðfest. Það er einnig stefna borgaryfirvalda að allt æfinga-, kennslu- og ferjuflug verði flutt frá Reykjavíkurflugvelli en áætluð umferð æfingakennslu- og ferjuflug um völlinn nemur um 80% af flugumferð vallarins. Það er mat okkar að þær umferðartengingar sem sýndar eru í gildandi aðalskipulagi séu fullnægjandi.#


3. fundur 1999
Reykjavíkurflugvöllur, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lögð fram að nýju tillaga að endurskoðun á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, samkv. uppdr. og greinargerð Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 19.01.99 ásamt fundargerð frá fundi 7.1.99 um Reykjavíkurflugvöll. Ennfremur lagt fram bréf Flugmálastjórnar, dags. 20.01.99 og kynningargögn flugmálastjóra frá 25.01.99 og bréf undirbúningshóps samtaka um betri byggð.
Frestað

2. fundur 1999
Reykjavíkurflugvöllur, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lögð fram að nýju tillaga að endurskoðun á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, samkv. uppdr. og greinargerð Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 19.01.99. Einnig lögð fram frundargerð frá fundi 7.1.99 um Reykjavíkurflugvöll.
Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, kom á fundinn og kynnti tillöguna ásamt skipulagsstjóra og lagði fram frummat á umhverfisáhrifum vegna endurbóta á Reykjavíkurflugvelli.
Frestað


1. fundur 1999
Reykjavíkurflugvöllur, tillaga
Formaður skipulags- og umferðarnefndar lagði fram svofellda tillögu:
#Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að Borgarskipulag í samvinnu við nýstofnað þróunarsvið borgarinnar hugi að stöðu Reykjavíkurflugvallar þegar litið er til lengri framtíðar en gildandi Aðalskipulag nær til. Teknar verði til skoðunar og mats þær hugmyndir sem fram hafa komið um flutning flugvallarins og breytta landnotkun á flugvallarsvæðinu. Þessi athugun verði einnig tengd þeirri vinnu sem er að hefjast við svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið.#
Tillögunni fylgir greinargerð.


2. fundur 1999
Reykjavíkurflugvöllur, tillaga
Lögð fram að nýju tillaga formanns skipulags- og umferðarnefndar frá 11. jan. s.l.
#"Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að Borgarskipulag í samvinnu við nýstofnað þróunarsvið borgarinnar hugi að stöðu Reykjavíkurflugvallar þegar litið er til lengri framtíðar en gildandi Aðalskipulag nær til. Teknar verði til skoðunar og mats þær hugmyndir sem fram hafa komið um flutning flugvallarins og breytta landnotkun á flugvallarsvæðinu. Þessi athugun verði einnig tengd þeirri vinnu sem er að hefjast við svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið."#
Tillögunni fylgir greinargerð.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
#"Á sama tíma og verið er að leggja fram tillögu að nýju deiliskipulagi Reykjvíkurflugvallar leggur formaður skipulags- og umferðarnefndar fram tillögu um endurmat á framtíðarstaðsetningu flugvallarins. Tillaga um nýtt deiliskipulag byggir á aðalskipulagi sem samþykkt var fyrir einu og hálfu ári og gildir til ársins 2016. Þar með var núverandi staðsetning flugvallarins staðfest og ný framkvæmdaáætlun að upphæð 1500 m.kr. um endurbyggingu flugbrauta byggir á því. Það er rétt að undirstrika að formaður skipulags- og umferðarnefndar samþykkti þar með áframhaldandi staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýrinni og hvarf með því frá fyrri afstöðu sinni í málinu.
Það er sjálfsagt að skoða framtíðarstaðsetningu flugvallar þegar núverandi aðalskipulagstíma lýkur. Ennfremur hlýtur að koma til skoðunar þörf fyrir flugvöll og stærð hans með tilliti til spár um flugumferð í framtíðinni. Endurskoðun er jafnframt eðlilegur þáttur í vinnu við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem nú stendur yfir."#
Formaður skipulags- og umferðarnefndar óskaði bókað:
#"Það er sérstakt fagnaðarefni að minnihlutinn skuli taka svo vel tillögu minni sbr. bókun þeirra."#


15. fundur 1997
Reykjavíkurflugvöllur, tillaga
Kynnt staða vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Lagðir fram uppdrættir og greinargerð Teiknistofu Gísla Halldórssonar, dags. í júlí 1997, ásamt uppdr. Borgarskipulags að umhverfisskipulagi, dags. 26.06.97.


12. fundur 1997
Reykjavíkurflugvöllur, flugvallargeiri 1, bílastæði
Lögð fram bréf Ómars Benediktssonar, f.h. Íslandsflugs, dags. 15.05.97, 23.05.97 og 1.06.97, varðandi stækkun á farþega- og vöruafgreiðslu félagsins, samkv. uppdr. Birgis Ágústssonar, dags. í maí 1997. Einnig lagt fram bréf Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra dags. 30.05.97.

Samþykkt til bráðabirgða með flutningskvöð.

16. fundur 1997
Reykjavíkurflugvöllur, tillaga
Lagt fram til kynningar endurskoðað deiliskipulag Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6 ásamt greinargerð um landnotkun, dags. í júlí 1997 og uppdr. Borgarskipulags að umhverfisskipulagi, dags. 26.06.97.


17. fundur 1996
Reykjavíkurflugvöllur, endurbætur og umhverfisáhrif
Lagt fram bréf Tómasar Más Sigurðssonar, f.h. Hönnunar hf., dags. 11.07.96, varðandi mat á umhverfisáhrifum vegna endurbóta á flugbrautum og flughlöðum á Reykjavíkurflugvelli. Ennfremur lagt fram bréf Hönnunar hf. til borgarráðs, dags. 13.07.96, og lýsing Almennu verkfræðistofunnar hf. á framkvæmdum við endurbætur á Reykjavíkurflugvelli. Jafnframt var lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 07.08.96.
Ólafur Bjarnason lýsti aðdraganda og málsmeðferð umhverfismats. Þá mættu á fundinn og svöruðu fyrirspurnum Sigurður Arnalds, verkfræðistofunni Hönnun og Björn Stefánsson Almennu verkfræðistofunni.

8. fundur 1996
Reykjavíkurflugvöllur, svar við fyrirspurn
Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd 5.2.'96, dags. 15.4.'96.



3. fundur 1996
Reykjavíkurflugvöllur, fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn: "Hvað líður athugun á flugvallarsvæðinu í tengslum við aðalskipulag. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um könnun á áhrifum flugvallarins á atvinnulíf í Reykjavík, sem borgarráð vísaði til Borgarskipulags, og hverjir vinni að þessum athugunum".