Elliðavatnsblettur 12

Skjalnúmer : 6764

3483. fundur 1999
Elliðavatnsblettur 12, verkfærageymsla og niðurrif á eldri geymslu
Sótt er um leyfi til þess að rífa geymsluhús og byggja nýja verkfærageymslu úr timbri á steyptum súlum á lóðinni nr. 12 við Elliðavatnsblett.
Stærð: Verkfærageymsla 48,6 ferm., 96 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 2.400
Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 14. október 1999 og umsögn Borgarskipulags dags. 7. október 1999 fylgja erindinu.


22. fundur 1999
Elliðavatnsblettur 12, verkfærageymsla og niðurrif á eldri geymslu
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12. okt. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m. um byggingu verkfærageymslu og niðurrif á eldri geymslu að Elliðavatnsbletti 12.


21. fundur 1999
Elliðavatnsblettur 12, verkfærageymsla og niðurrif á eldri geymslu
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.09.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa geymsluhús og byggja nýja verkfærageymslu úr timbri á steyptum súlum á lóðinni nr. 12 við Elliðavatnsblett, samkv. uppdr. NG teiknistofu, dags. 20.08.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 7.10.99

Fallist er á umsögn Borgarskipulags og byggingu skúrs á lóðinni með neðangreindum skilyrðum. Ekki verður byggður stærri skúr en sá sem fyrir er, brottflutningskvöð hvíli á skúrnum, (þ.e. hann verði fjarlægður, borgarsjóði að kostnaðarlausu, þegar annað verður ákveðið). Við byggingu hans og umgengni á svæðinu gæti eigandi að reglum þeim sem fram koma í greinum 9-24 í samþykkt nr. 636/1997.

3480. fundur 1999
Elliðavatnsblettur 12, verkfærageymsla og niðurrif á eldri geymslu
Sótt er um leyfi til þess að rífa geymsluhús og byggja nýja verkfærageymslu úr timbri á steyptum súlum á lóðinni nr. 12 við Elliðavatnsblett.
Stærð: Verkfærageymsla 48,6 ferm., 96 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 2.400
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.