Öskjuhlíð/Nauthólsvík

Skjalnúmer : 6755

14. fundur 1999
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, skipulag - lokahús
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um Öskjuhlíð/Nauthólsvík, skipulag og stækkun lokahúss.


13. fundur 1999
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, skipulag - lokahús
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju uppfærð tillaga og greinargerð Yngva Þórs Loftssonar landslagsarkitekts að deiliskipulagi Öskjuhlíðar-Nauthólsvíkur, dags. 09.02.98, br. 8. og 12. febr. ´99. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðis- og umhverfisnefndar, dags. 11.09.98. Ennfremur lagt fram bréf Ivon Stefáns Cilia, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 03.02.99, vegna stækkunar á lokahúsi á Öskjuhlíð, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 02.02.99. Ennfremur lagður fram uppdr. skipulagshöfundar, dags. 28.04.99, br. 27.05.99 og bréf Heilbrigðis- og umhverfisnefndar, dags. 19.05.99, varðandi aðstöðu fyrir hundeigendur.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir með 3 samhljóða atkvæðum framlagða skipulagstillögu með breytingu sbr. uppdr. dags. 28.4.99 br. 27.5.99, varðandi aðstöðu fyrir hundaeigendur (fulltrúar Sjálfstæðisflokksflokks hjá).

6. fundur 1999
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, skipulag - lokahús
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15. s.m. um Öskjuhlíð/Nauthólsvík, skipulag.


4. fundur 1999
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, skipulag - lokahús
Lögð fram að nýju uppfærð tillaga og greinargerð Yngva Þórs Loftssonar landslagsarkitekts að deiliskipulagi Öskjuhlíðar-Nauthólsvíkur, dags. 09.02.98, br. 8. og 12. febr. ´99. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðis- og umhverfisnefndar, dags. 11.09.98. Ennfremur lagt fram bréf Ivon Stefáns Cilia, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 03.02.99, vegna stækkunar á lokahúsi á Öskjuhlíð, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 02.02.99.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkti með 3 samhljóða atkv. að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst samkv. skipulags- og byggingarlögum. (Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.) Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa til bókunar sinnar um Hlíðarfót i máli nr. 103.99 (Reykjavikurflugvöllur) og benda á að sömu sjónarmið gildi um Hlíðarfót í þessum tveimur málum.

3. fundur 1999
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, skipulag - lokahús
Lögð fram uppfærð tillaga og greinargerð Yngva Þórs Loftssonar landslagsarkitekts að deiliskipulagi Öskjuhlíðar-Nauthólsvíkur, dags. 09.02.98, br. 08.02.99. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðis- og umhverfisnefndar, dags. 11.09.98. Ennfremur lagt fram bréf Ivon Stefáns Cilia, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 03.02.99, vegna stækkunar á lokahúsi á Öskjuhlíð, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 02.02.99. Yngvi þór Loftsson landslagsarkitekt kom á fundinn og kynnti tillöguna.

Frestað

4. fundur 1998
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, skipulag - lokahús
Lögð fram tillaga og greinargerð Yngva Þórs Loftssonar landslagsarkitekts að deiliskipulagi Öskjuhlíðar-Nauthólsvíkur, dags. 09.02.98. Einnig lagt fram bréf umhverfismálaráðs dags. 17.09.97 og bréf Árbæjarsafns, dags. 18.09.97. Höfundur kom á fundinn og kynnti tillöguna.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulagstillaga að lokinni umfjöllun í umhverfismálaráði.

11. fundur 1997
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, æfingasvæði slökkviliðs
Lagt fram svar Tryggva Þórðarsonar hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur varðandi jarðvegsmengun á æfingasvæði slökkviliðs Reykjavíkur vestan við Öskjuhlíð.



15. fundur 1997
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, skipulag - lokahús
Lögð fram til kynningar frumdrög Yngva Þórs Loftssonar landslagsarkitekts að deiliskipulagi Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur, dags. 07.07.97.

Yngvi Þór Loftsson kynnti. Vísað til umhverfismálaráðs.

9. fundur 1997
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, skipulag - lokahús
Staða vinnu við skipulag Öskjuhlíðar/Nauthólsvíkur og framhald vinnunnar. Kynning.
Lögð fram greinargerð Yngva Þórs Loftssonar landslagsarkitekts, dags. 25.03.97, varðandi málið.



5. fundur 1997
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, ökuleiðir
Lagt fram bréf Jóhanns Pálssonar f.h. umhverfismálaráðs, dags. 24.01.97, varðandi vegakerfi Öskjuhlíðar. Einnig lagt fram bréf Sigurðar I. Skarphéðinssonar gatnamálastjóra og Björns Axelssonar landslagsarkitekts, dags. 04.02.97 ásamt uppdr. dags. 10. mars 1997. Ennfremur lögð fram bókun umhverfismálaráðs, dags. 19. febr. 1997.
Samþykkt.

3. fundur 1997
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, goshver
Lagt fram að nýju erindi Hreins Frímannssonar hjá Hitaveitu Reykjavíkur ásamt tillögu Yngva Þórs Loftssonar að staðsetningu og útfærslu á goshver í Öskjuhlíð. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 24.1.97.

Skipulags- og umferðarnefnd fellst á bókun umhverfismálaráðs frá 24.1.1997.

17. fundur 1996
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, goshver
Lögð fram tillaga Yngva Þórs Loftssonar að staðsetningu og útfærslu á goshver í Öskjuhlíð.

Vísað til umhverfismálaráðs. Skipulagsnefnd vekur athygli á að kanna þarf vel öryggismál varðandi þessa tillögu.

14. fundur 1994
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, sparkvellir
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14.06.94 á bókun skipulagsnefndar frá 16.05.1994 um sparkvelli við Öskjuhlíð, sbr. einnig bókun umhverfismálaráðs 1. s.m. varðandi sparksvæði í Leynimýri. Borgarráð samþykkti jafnframt að vísa málinu til íþrótta- og tómstundaráðs.


12. fundur 1994
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, sparkvellir
Lagt fram að nýju bréf Sigurðar Haraldssonar f.h. Knattspyrnufél. Vals, dags. 18.4.94, varðandi ósk um að gerðir verði sparkvellir í Öskjuhlíð, annars vegar í Leynimýri og hins vegar vestan hlíðar. Einnig lagðir fram tillöguuppdrættir Yngva Þórs Loftssonar, unnir fyrir Borgarskipulag, dags. 13.5.94.
Skipulagsnefnd fellst fyrir sitt leyti á gerð sparkvalla samkv. framlagðri tillögu.
Vísað til umhverfismálaráðs.


9. fundur 1994
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, sparkvellir
Lagt fram bréf Sigurðar Haraldssonar f.h. Knattspyrnufél. Vals, dags. 18.4.94, varðandi ósk um að gerðir verði sparkvellir í Öskjuhlíð, annars vegar í Leynimýri og hins vegar vestan hlíðar.

Frestað.

7. fundur 1994
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, akstursaðkoma að starfsmannahúsi
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 18.3.94, með útskrift úr gerðabók stjórnar veitustofnana varðandi aksturaðkomu að starfsmannahúsi við Perluna í Öskjuhlíð samkv. uppdr. Ingimundar Sveinssonar, arkitekts, dags. í des. 92, br. í mars 94.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

7. fundur 1994
Öskjuhlíð/Nauthólsvík, gangstígar fyrir blinda
Lagt fram bréf skrifstofustj. bogarverkfræðings, dags. 18.3.94, með útskrift úr gerðabók stjórnar veitustofnana varðandi tillögu Yngva Þórs Loftssonar, landslagsarkitekts, um göngustíga fyrir blinda og sjónskerta í Leynimýri við Öskjuhlíð.