Lambhagi gróðurstöð

Skjalnúmer : 6731

19. fundur 1999
Lambhagi, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24. ágúst 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um breytt deiliskipulag að Lambhaga.


14. fundur 1999
Lambhagi, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um breytt deliskipulag að Lambhaga.


17. fundur 1999
Lambhagi, br. á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 23.06.98, varðandi stækkun á landi gróðrarstöðvarinnar á Lambhaga við Úlfarsá ásamt bréfi Hafbergs Þórissonar, dags. 18.01.99, varðandi það sama. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 06.05.99 ásamt uppdr. Teiknist. Helga Hafliðasonar, dags. í maí ´99 að byggingarreit og skilmálum. Ennfremur lagt fram bréf Borgarskipulags dags. 29.5.99. Málið var í auglýsingu frá 11. júní til 9. júlí, athugasemdafrestur var til 23. júlí. Lagt fram athugasemdabréf Garðyrkjubýlisins Þrístiklu, dags. 30.06.99 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 19.08.99.
Samþykkt

13. fundur 1999
Lambhagi, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 23.06.98, varðandi stækkun á landi gróðrarstöðvarinnar á Lambhaga við Úlfarsá ásamt bréfi Hafbergs Þórissonar, dags. 18.01.99, varðandi það sama. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 06.05.99 ásamt uppdr. Teiknist. Helga Hafliðasonar, dags. í maí ´99 að byggingarreit og skilmálum. Ennfremur lagt fram bréf Borgarskipulags dags. 29.5.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á gildandi skipulagi í Lambhaga.