Bíldshöfði 7

Skjalnúmer : 6726

7. fundur 1996
Bíldshöfði 7/Breiðhöfði 3 og 5, lóðarbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra um samþykkt borgarráðs 12.3.96 á bókun skipulagsnefndar frá 11.3.96
um lóðabreytingu að Bíldshöfða 7 - Breiðhöfða 3 og 5.



22. fundur 1995
Bíldshöfði 7/Breiðhöfði 3 og 5, nýbygging
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs, um samþykkt borgarráðs 26.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 25.09.95 um nýbyggingu að Bíldshöfða 7.



21. fundur 1995
Bíldshöfði 7/Breiðhöfði 3 og 5, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 15.09.95, varðandi erindi BM Vallár hf, dags. 6.09.95, um leyfi til að byggja rannsóknabyggingu á lóðinni nr. 7 við Bíldshöfða. Einnig lagðir fram uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. í september 1995.
Samþykkt.

5. fundur 1996
Bíldshöfði 7/Breiðhöfði 3 og 5, lóðarbreyting
Lagt fram bréf Guðmundar Benediktssonar f.h. BM Vallá hf., dags 8.03.96, varðandi ósk um að lóðirnar Breiðhöfði 3 og 5 verði sameinaðar og stækkaðar um ca 3200 m2 til vesturs. Jafnframt er lögð fram tillaga að nýrri afmörkun lóðarinnar Bíldshöfða 7 samkvæmt sömu uppdráttum Teiknistofunnar Óðinstorgi dags. 8.3.96.
Samþykkt.