Guðrúnartún 1

Skjalnúmer : 6721

2. fundur 2000
Sætún 1, bæta við kjallara o.fl.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11. janúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um niðurgrafin bílastæði að Sætúni 1.


1. fundur 2000
Sætún 1, bæta við kjallara ofl
Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar ark. dags. 04.01.00 ásamt uppdr. sama dags. 07.01.00 varðandi niðurgrafin bílastæði á lóð Dagsbrúnar við Sætún 1.
Samþykkt. Ekki talin þörf á grenndarkynningu.

3489. fundur 2000
Sætún 1, bæta við kjallara ofl
Sótt er um leyfi til þess að stækka kjallara, breyta útliti og breyta innra skipulagi hússins á lóðinni nr. 1 við Sætún.
Stærðaraukning: Kjallari 322,1 ferm., 901,9 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 22.548
Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 20. desember 1999 fylgir erindinu.
Frestað.
Skipulagsþætti málsins ólokið.


1. fundur 2000
Sætún 1, bæta við kjallara o.fl.
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. desember 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 20. s.m. um Sætún 1, stækkun kjallara og breytingu innra skipulags.


26. fundur 1999
Sætún 1, bæta við kjallara ofl
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 10.12.99. þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka kjallara, breytta útliti og breytta innra skipulagi hússins á lóðinni nr. 1 við Sætún, samkv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 02.06.99, síðast br. 06.12.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 17.12.99.

Ekki gerð athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi fyrir þeim breytingum sem sótt er um. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem framkvæmdir hafa ekki áhrif á hagsmuni nágranna.

3486. fundur 1999
Sætún 1, bæta við kjallara ofl
Sótt er um leyfi til þess að stækka kjallara, breytta útliti og breytta innra skipulagi hússins á lóðinni nr. 1 við Sætún.
Stærðaraukning: Kjallari 322,1 ferm., 901,9 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 22.548
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar.


11. fundur 1999
Sætún 1, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 12. s.m. um nýbyggingu að Borgartúni 1A.


9. fundur 1999
Sætún 1, nýbygging
Lagt fram bréf skrifst.stj. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.03.99, ásamt bréfi Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 03.03.99, varðandi nýbyggingu Eflingar, áður Verkalýðsfélagið Dagsbrún, á lóðinni Borgartún 1a, samkv. uppdr. Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 05.03.99, síðast br. 12.03.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 31.03.99.
Samþykkt

1. fundur 1998
Sætún 1, uppbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.12.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15.12.97 um uppbyggingu að Borgartúni 1a.


21. fundur 1997
Sætún 1, uppbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14.10.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 13. s.m. um uppbyggingu á lóð nr. 1a við Borgartún.


25. fundur 1997
Sætún 1, uppbygging
Að aflokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 10.10.97, að afmörkun lóðar og skilmálum að uppbyggingu á lóðinni Borgartúni 1a, sem markast af Borgartúni, Snorrabraut, Sæbraut og Sætúni ásamt hugmyndum að uppbyggingu reitanna 1.216.2-3. Einnig lögð fram bréf formanns Dagsbrúnar, dags. 19.11.97, Heimilistækja hf, dags. 04.12.97 og Vestfjarðaleiða, dags. 02.12.97 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 05.12.97.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir með 4 atkv. gegn 3 tillögu Borgarskipulags að skilmálum fyrir uppbyggingu lóðarinnar Borgartúns 1a, með þeirri breytingu að hæð húsa á lóðinni verði ekki meiri en 3 hæðir og ris. Ennfremur verði hávaðavarnir tryggðar með jarðvegsmön. Einnig er tekið jákvætt í hugmyndir að uppbyggingu reitsins 1.262.3 og að þær verði hafðar til hliðsjónar við nánari vinnu að deiliskipulagi reitsins. Ennfremur er samþykkt umsögn Borgarskipulags, dags. 5.12. ´97 um athugasemdarbréf. (Jóna Gróa Sigurðardóttir, Guðrún Zoëga og Halldór Guðmundsson greiddu atkvæði á móti). Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og umferðarnefnd óskuðu bókað að þau styðji framlagða tillögu að uppbyggingu á lóðinni Borgartúni 1a í óbreyttri mynd.

20. fundur 1997
Sætún 1, uppbygging
Lögð fram til kynningar tillaga Borgarskipulags, dags. 10.10.97 að afmörkun lóðar og skilmálum að uppbyggingu á lóðinni Borgartúni 1a, sem afmarkast af Sæbraut, Snorrabraut, Sætúni og Borgartúni.


Borgarskipulagi falið að vinna tillöguna frekar og jafnframt að kynna hana.