Nauthólsvík - Naustavogur

Skjalnúmer : 6671

22. fundur 1999
Nauthólsvík, þjónustuhús, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 20.10.99, varðandi þjónustuhús og vaktturn við Ylströnd í Nauthólsvík. Einnig er lagður fram uppdr. Landmótunar ehf að breytingum á deiliskipulagi Nauthólsvíkur, dags. í okt. 1999, þar sem byggingarreit þjónustuhúss er breytt, ásamt kynningarriti um þjónustuhús, vaktturn og ylströnd í Nauthólsvík frá Arkíbúllunni ehf. dags. 19.10.99. Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt kynnti breytingu á deiliskipulagi, Heba Hertervig, Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir kynntu tillögu að byggingu.
Samþykkt að breyta deiliskipulagi í samræmi við framlagða tillögu enda fallist heilbrigðis- og umhverfisnefnd á breytinguna. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

23. fundur 1998
Nauthólsvík, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6.10.98. á bókun skipulags- og umferðarnefndar 17. ágúst s.l. um auglýsingu deiliskipulags Nauthólsvíkur - Fossvogsdals.


26. fundur 1998
Nauthólsvík, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar dags. 13.08.98 að deiliskipulagi í Nauthólsvík. Málið var í auglýsingu frá 23. okt. til 20. nóv., athugasemdafrestur var til 4. des. 1998. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðis- og umhverfisnefndar Reykjavíkur, dags. 11.09.98.
Samþykkt

16. fundur 1998
Nauthólsvík, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landmótunar dags. 13.08.98 að deiliskipulagi í Nauthólsvík. Yngvi Þór Loftsson kom á fundinn og kynnti tillöguna.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulag að lokinni umfjöllun í heilbrigðis- og umhverfisnefnd.

16. fundur 1997
Nauthólsvík, göngustígur
Lagt fram bréf gatnamálastjóra ásamt greinargerð borgarverkfræðings, dags. 19.08.97, varðandi legu göngustígs sunnan kirkjugarðs í Fossvogi, samkv. uppdr. Hönnunar hf, dags. 21.08.97. Einnig lagt fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 22.08.97.
Samþykkt

11. fundur 1995
Nauthólsvík, göngustígar
Kynnt tillaga Yngva Þórs Loftssonar, landslagsarkitekts, að göngustíg úr Nauthólsvík í Fossvogsdal, dags. 18.5.95.



14. fundur 1994
Nauthólsvík, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.05.94 á bókun skipulagsnefndar frá 09.05.1994 um deiliskipulag Nauthólsvíkur.



11. fundur 1994
Nauthólsvík, deiliskipulag
Lögð fram frumdrög að skipulagi Nauthólsvíkur, unnar fyrir Borgarskipulag af Yngva Þór Loftssyni, landslagsarkitekt, dags. í október 1993, br. 2.5.94.

Skipulagssnefnd lýsir yfir ánægju sinni með framlagða tillögu.
Vísað til umhverfismálaráðs.


3. fundur 1994
Nauthólsvík, drög að skipulagi
Lögð fram frumdrög Yngva Þórs Loftsonar að skipulagi útivistarsvæðis í Nauthólsvík, dags. í okt. 1993, ásamt greinargerð, dags. 812.93 og líkan, dags. í okt. 1993.

Yngvi Þór Loftson kynnti skipulagsdrögin.