Sólvallagata 67, Vesturbæjarskóli

Skjalnúmer : 6621

12. fundur 1998
Vesturbæjarskóli, viðbygging/lóðabreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19.05.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 18. s.m., um viðbyggingu og lóðarbreytingu við Vesturbæjarskóla.


11. fundur 1998
Vesturbæjarskóli, viðbygging/lóðabreyting
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf Rúnars Gunnarssonar f.h. byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 30.03.98, varðandi viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og niðurrif á Vesturvallagötu 10-12, skv. uppdr. Ingimundar Sveinssonar ark. dags. 30.03.98. Einnig lögð fram að nýju umsögn Árbæjarsafns, dags. 06.04.98 og minnispunktar Borgarskipulags, dags. 4.04.98. Ennfremur lagt fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 27.04.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti viðbygginguna við skólann og umsögn Borgarskipulags, dags 4.4.1998.

9. fundur 1998
Vesturbæjarskóli, viðbygging/lóðabreyting
Lögð fram eftirfarandi leiðrétting á fundargerð skipulags- og umferðarnefndar frá 6. apríl 1998, mál nr. 187.98.

Lagt fram bréf Rúnars Gunnarssonar f.h. byggingadeildar borgarverkfræðings dags. 30.03.98 varðandi viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og rif á Vesturvallagötu 10-12 skv. uppdr. Ingimundar Sveinssonar ark. dags. 30.03.98. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns dags. 2.4.98 og minnispunktar Borgarskipulags dags. 4.4.98

8. fundur 1998
Vesturbæjarskóli, viðbygging/lóðabreyting
Lagt fram bréf Rúnars Gunnarssonar f.h. byggingadeildar borgarverkfræðings dags. 30.03.98 varðandi viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og rif á Vesturvallagötu 10-12 skv. uppdr. Ingimundar Sveinssonar ark. dags. 30.03.98. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns dags. 2.4.98 og minnispunktar Borgarskipulags dags. 4.04.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða að kynna tillögu að viðbyggingu við Vesturbæjarskóla samkv. 7. mgr. 43. gr. laga 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Sólvallagötu 62, 64 og 66 og Ásvallagötu 64 og 81, en leggst gegn niðurrifi húsanna að Vesturvallagötu 10 og 12.
(Gunnar Jóh. Birgisson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sátu hjá). Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í nefndinni lýstu sig fylgjandi viðbyggingu við Vesturbæjarskóla.
Ennfremur vísað til umhverfismálaráðs.


18. fundur 1997
Vesturbæjarskóli, uppbygging
Lagt fram bréf borgarritara f.h borgarráðs um samþykkt borgarráðs 2.9.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25.8. um viðbyggingu við Vesturbæjarskóla.


16. fundur 1997
Vesturbæjarskóli, uppbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingardeildar, dags. 02.07.97, varðandi viðbyggingu við Vesturbæjarskóla samkv. teikningum Ingimundar Sveinssonar arkitekts, dags. 02.07.97.
Engar athugasemdir bárust við fjögurra vikna kynningu.
Samþykkt.


15. fundur 1997
Vesturbæjarskóli, uppbygging
Lagt fram bréf byggingardeildar, dags. 02.07.97, varðandi viðbyggingu við Vesturbæjarskóla samkv. teikningum Ingimundar Sveinssonar arkitekts, dags. 02.07.97.
Samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í 4 vikur og óskað er að kannað verði hvort unnt sé að sameina kynninguna grenndarkynningu byggingarfulltrúa.

5. fundur 1997
Vesturbæjarskóli, uppbygging
Að beiðni byggingardeildar er lögð fram til kynningar hugmynd að hugsanlegri uppbyggingu á lóð skólans vegna einsetningar skóla, samkv. gögnum Ingimundar Sveinssonar, dags. 24. febr. 1997. Ennfremur lagt fram bréf byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 6.3.1997.
Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu. Vinna skal tillöguna áfram í samráði við Borgarskipulag.