Einarsnes 60

Skjalnúmer : 6602

8. fundur 2000
Einarsnes 60-64a, br. deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 12.10.99, varðandi umsókn um lóð við Einarsnes. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags dags. 19.11.99 að breyttu deiliskipulagi við Einarsnes 60-64a. Málið var í auglýsingu frá 23. febr. til 22. mars 2000, athugasemdafrestur var til 5. apríl 2000. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst tillaga samþykkt sem breyting á deiliskipulagi við Einarsnes.

3. fundur 2000
Einarsnes 60-64a, br. deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 12.10.99, varðandi umsókn um lóð við Einarsnes. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags dags. 19.11.99 að breyttu deiliskipulagi við Einarsnes 60-64a. Málið var í auglýsingu frá 10. des. 1999 til 14. jan. 2000, athugasemdafrestur var til 28. jan. 2000. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst breyting á deiliskipulagi Einarsness samþykkt.

26. fundur 1999
Einarsnes 60-64a, br. deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. nóvember 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 22.11.99 um deiliskipulag að Einarsnesi 60-64A.


24. fundur 1999
Einarsnes 60-64a, br. deiliskipulag
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 12.10.99, varðandi umsókn um lóð við Einarsnes. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags dags. 19.11.99 að breyttu deiliskipulagi við Einarsnes 60-64a.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi Einarsness.