Fossháls 27-30

Skjalnúmer : 6517

3. fundur 2000
Fossháls 27-30, viðbygging
Lagt fram bréf Bjarna Marteinssonar arkitekts, dags. 10.11.99, varðandi viðbyggingu við núverandi hús á lóðinni nr. 27-30 við Fossháls, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar Austurvelli, dags. 26.10.87, síðast br. 10.11.99.
Erindið er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og því ekki rétt að afgreiða það að svo stöddu. Vegna fordæma á svæðinu og þar sem fyrir liggja fleiri umsóknir, sem ekki eru í samræmi við deiliskipulagið, er samþykkt að óska heimildar borgarráðs til að fara af stað með endurskoðun deiliskipulagsins, m.a. með hliðsjón af fyrirliggjandi erindum. Tekið skal fram að í starfsáætlun Borgarskipulags fyrir árið 2000 er ekki gert ráð fyrir endurskoðun skipulagsins.