Eirhöfði 18

Skjalnúmer : 6506

17. fundur 1997
Eirhöfði 18, viðbygging, bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26.08.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25.08.97 um viðbyggingu og bílastæði við Eirhöfða 18.


16. fundur 1997
Eirhöfði 18, viðbygging, bílastæði
Lagt fram bréf Tryggva Magnússonar f.h. Eðals ehf., Kötlu, dags. 03.03.97 og 4.6.97 ásamt uppdráttum Inga Gunnars Þórðarsonar, dags. í júlí 1997. Einnig bréf Kristjáns T. Högnasonar f.h. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 21.02.97. Ennfremur lagt fram bréf Kristmundar Sörlasonar, dags. 18.07.97 og umsögn Borgarskipulags, dags. 25.8.97.
Skipulags- og umferðarnefnd fellst á erindið og umsögn Borgarskipulags. Samþykktin er skilyrt því að óleyfisskúrar á lóðinni verði fjarlægðir og að aðkomuleið að lóð nr. 16 sé óhindruð.

15. fundur 1997
Eirhöfði 18, viðbygging, bílastæði
Lagt fram bréf Tryggva Magnússonar f.h. Eðal ehf., Kötlu, dags. 03.03.97 ásamt bréfi Kristjáns T. Högnasonar f.h. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 21.02.97. Einnig lagt fram bréf sama, dags. 04.06.97 ásamt uppdráttum Inga Gunnars Þórðarsonar, dags. í júlí 1997.
Samþykkt að fela Borgarskipulagi að kynna erindið fyrir nágrönnum.