Brúum bilið á meðan við brúum bilið

Skjalnúmer : 6499

23. fundur 1994
Leikskólar, húsnæðismál
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.10.1994 á bókun skipulagsnefndar frá 24.10.1994 um lóð fyrir leikskóla við Lokinhamra.



22. fundur 1994
Leikskólar, húsnæðismál
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Dagvistar barna, dags. 5.10.94, þar sem fram kemur ósk stjórnar Dagvistar barna um að breyta skipulagi og heimila byggingu leikskóla við Sogaveg, austan fyrirtækis Ingvars Helgasonar, við Lokinhamra, þar sem nú er stæði fyrir stóra bíla og í Steinahlíð. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags um staðsetningu leikskóla við Lokinhamra, dags.19.10.94.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svohljóðandi bókun:
"Skipulagsnefnd samþykkir erindi Dagvistar barna um leikskólalóð við Lokinhamra eins og hún er sýnd á uppdrætti Borgarskipulags, dags. 19.10.1994. Nefndin mælir með því við borgarráð að sótt verði um breytingu á landnotkun lóðarinnar til skipulagsstjórnar ríkisins skv. 17. og 18. gr. skipulagslaga. Jafnframt felur skipulagsnefnd Borgarskipulagi að annast kynningu á breytingunum".