Höfðatún 10

Skjalnúmer : 6438

26. fundur 1998
Höfðatún 10, niðurrif, nýbygging
Lagt fram bréf skrifst.stj. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.11.98, varðandi niðurrif á núverandi byggingu og byggingu skrifstofuhúsnæðis á lóðinni nr. 10 við Höfðatún, samkv. uppdr. Glámu/Kím, dags. 21.10.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 25.11.98 ásamt umsögn Árbæjarsafns, dags. 24.11.98.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið, enda verði málið sent í grenndarkynningu á síðari stigum.

17. fundur 1996
Höfðatún 10, landnotkun
Lagt fram bréf Jörundar Guðna Haraldssonar, mótt. 21.06.96, þar sem óskað er breytingar á landnotkun við Höfðatún 10 úr atvinnu- og iðnaðarsvæði í íbúðarsvæði.

Vísað til endurskoðunar aðalskipulags.