Þórsgata 2

Skjalnúmer : 6186

8. fundur 1998
Þórsgata 2, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.03.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um nýbyggingu að Þórsgötu 2.


7. fundur 1998
Þórsgata 2, nýbygging
Að grenndarkynningu lokinni er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 12.12.97, varðandi byggingu fjölbýlishúss með fimm íbúðum að Þórsgötu 2, samkv. uppdr. Ingimundar Sveinssonar arkitekts, dags. 10.04.97, br. 03.12.97 ásamt umsögn borgarlögmanns, dags. 31.01.98. Einnig lagðar fram athugasemdir sem bárust frá: Þórhildi Þorleifsdóttur, dags. 15.09.97 og 10.03.98, íbúum Óðinsgötu 7 og 9, dags. 10.03.98, undirskriftalisti frá húseigendum í næsta nágrenni við Þórsgötu 2, dags.08.03.98, Ólafi Haraldssyni hdl. f.h. Hótel Óðinsvéa hf, dags. 12.03.98 og Vilborgu Jóhannesdóttur, Þórsgötu 4, dags. 08.03.98, ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 20.03.98. Einnig lagðir fram uppdrættir Ingimundar Sveinssonar, dags. 10.4.´97 síðast breytt 20.3.1998.
Guðrún Jónsdóttir lagði til að afgreiðslu málsins yrði frestað. Frestunartillagan var felld með 4 atkv. gegn 1 (Jóna Gróa Siguðardóttir og Guðrún Zoëga sátu hjá).
Guðrún Ágústsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Óskar D. Ólafsson og Halldór Guðmundsson óskuðu bókað: "Engin ný gögn hafa verið lögð fram né efnisleg rök komið fram sem mælir með frestun á afgreiðslu málsins nú. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir með 6 atkv. gegn 1 fyrirliggjandi tillögu dags. 20.3.´98 að uppbyggingu á lóðinni nr. 2 við Þórsgötu, svo og umsögn Borgarskipulags, dags. 20.3.98 um þær athugasemdir sem bárust í kjölfar grenndarkynningar (Guðrún Jónsdóttir greiddi atkvæði á móti)".
Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað: " Fyrirhuguð nýbygging er of stór og gengur of langt inn á lóðina. Bæði bílageymsla og hús. Nýbyggingin er miklu dýpri en önnur hús á reitnum og takmarkar birtu bæði á suðurhlið húss nr. 7 við Óðinsgötu og austurhlið húss nr. 9 við Óðinsgötu. Þá hefur bílageymslan verulega neikvæð áhrif á umhverfið og sker t.d. garðsvæði lóðar nr. 9 frá öðrum garðsvæðum með háum vegg. Allt gengur þetta á rétt fólks í nágrenninu. Ég geri að tillögu minni að húsið verði minnkað til muna. Miðað verði við 10m húsdýpt, sama gildi fyrir bílageymslu. Þá verði byggingin dregin frá lóðamörkum strax og komið er fram fyrir austurgafl Óðinsgötu 7. Þá vek ég athygli á því að ekki liggur fyrir deiliskipulag að reitnum en reiturinn er þeirrar gerðar að rétt væri að fara um svæðið varfærnum höndum þar sem áhersla er lögð á samvinnu við íbúa. Þá vil ég vekja athygli á að frestunarbeiðni minni á afgreiðslu málsins milli funda var synjað".
Bókun Guðrúnar Ágústsdóttur: "Þórsgata 2 hefur verið til umfjöllunar í skipulags- og umferðarnefnd frá 22.11.96. og var samþykkt athugasemdalaust í nefndinni 6.1.97. og í borgarráði 7.1.97. Þá lá fyrir umsögn borgarminjavarðar og arkitekts Árbæjarsafns sem töldu bygginguna verða byggingarmynstrinu til framdráttar. Sama skoðun kemur fram í umsögn arkitekta á Borgarskipulagi. Að aflokinni grenndarkynningu á vegum byggingarfulltrúa bárust athugasemdir og var þeim athugasemdum vísað til nefndarinnar að nýju þar sem ekki var farið fram á breytingu á teikningu. Þegar teikningar voru lagðar fram að nýju í byggingarnefnd var fundað með aðilum málsins og ákveðið að lækka bílgeymslu, taka fláa á bílgeymsluvegg sem snýr að Óðinsgötu 9. Byggingarleyfi var kært og felldi umhverfisráðuneyti byggingarleyfið úr gildi. Breyttar teikningar fóru fyrir byggingarnefnd 18.12.97 og var þeim vísað til skipulags- og umferðarnefndar. Nefndin samþykkti á fundi sínum 2.2.98 að málið færi að nýju í grenndarkynningu með þeim breytingum sem þá höfðu verið gerðar. Þeirri kynningu lauk 13.3.98. Á fundi nefndarinnar í dag var samþykkt ný útfærsla á frágangi bílageymsluveggs að Óðinsgötu 9 til að reyna að koma til móts við helstu athugasemdir þaðan. Varðandi kröfu um deiliskipulag er vísað til álits borgarlögmanns dags. 31.1.98.
Tillaga G.J. um frestun nú og að húsið verði minnkað til muna og því breytt í mikilvægum atriðum hefði þýtt synjun á erindinu. Í ljósi fyrri samþykkta í nefndum og ráðum borgarinnar um málið og umfjöllun nú var það álit nefndarinnar að á slíka tillögu væri ekki hægt að fallast. Að öðru leyti vísast til umsagnar Borgarskipulags um athugasemdir og önnur gögn og bókanir í málinu."
Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað:
"Varðandi bókun Guðrúnar Ágústsdóttur vil ég undirstrika það álit mitt að þær smávægilegu breytingar sem gerðar hafa verið á uppdrætti að húsinu geta ekki dugað til að fullnægja þeim atriðum sem fram koma í úrskurði umhverfisráðuneytisins. Ég hef áður látið þetta álit mitt í ljós. Þá dreg ég mjög í efa að hægt sé að tala um að komið sé til móts við helstu athugasemdir íbúa að Óðinsgötu 9 með þeim breytingum á bílskúrsvegg sem ráðgerðir eru."


3. fundur 1998
Þórsgata 2, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 12.12.97, varðandi byggingu fjölbýlishúss með fimm íbúðum að Þórsgötu 2, samkv. uppdr. Ingimundar Sveinssonar arkitekts, dags. 10.04.97, br. 03.12.97 og bréf byggingarfulltr. dags. 05.01.98 ásamt bréfi A & P lögmanna, dags. 02.01.98, bréfi Ingimundar Sveinssonar ark., dags. 06.06.97 og 08.01.98 ásamt skuggavörpum og bréfi Vilhjálms Hjálmarssonar ark., dags. 13.06.97. Ennfremur lagður fram að nýju úrskurður umhverfisráðuneytis vegna nýbyggingar við Þórsgötu 2 ásamt bréfi ráðuneytisins, dags. 05.08.97 og bréfum og undirskriftalistum íbúa, dags. 12.06.97, 23.07.97, 29.07.97 og 01.08.97. Einnig lögð fram umsögn borgarlögmanns dags. 31.01.98.
Samþykkt, með 6 atkvæðum, að senda tillöguna í grenndarkynningu, skv. 7 mgr. 43 gr. skipulags- og byggingarlaga til eftirtalinna húsa: Freyjugötu 1, 3, 3a, 3b, Óðinsgötu 7 og 9, Þórsgötu 1, 3 og 4.
Guðrún Jónsdóttir sat hjá og óskaði bókað:
"Óska eftir að haldinn verði fundur með íbúum og öðrum sem viðdvöl hafa að jafnaði á reitnum. Þar verði kynnt staða málsins frá hendi borgarinnar m.a. umsögn borgarlögmanns, dags. 31.1.1998 til Guðrúnar Ágústsdóttur. Þessi kynning fari fram, áður en ný tillaga, sem ég tel óverulega breytingu, fer í grenndarkynningu."


1. fundur 1998
Þórsgata 2, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 12.12.97, varðandi byggingu fjölbýlishúss með fimm íbúðum að Þórsgötu 2, samkv. uppdr. Ingimundar Sveinssonar arkitekts, dags. 10.04.97, br. 03.12.97 og bréf byggingarfulltr. dags. 05.01.98 ásamt bréfi A & P lögmanna, dags. 02.01.98, bréfi Ingimundar Sveinssonar ark., dags. 06.06.97 og 08.01.98 ásamt skuggavörpum og bréfi Vilhjálms Hjálmarssonar ark., dags. 13.06.97. Ennfremur lagður fram úrskurður umhverfisráðuneytis vegna nýbyggingar við Þórsgötu 2 ásamt bréfi ráðuneytisins, dags. 05.08.97 og bréfum og undirskriftalistum íbúa, dags. 12.06.97, 23.07.97, 29.07.97 og 01.08.97.
Frestað.

">12. fundur 1997
Þórsgata 2, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 2.06.97 vegna framkominna mótmæla við fyrirhugaða nýbyggingu á lóðinni Þórsgötu 2. Einnig lögð fram bréf húseigenda Óðinsgötu 7 og 9 dags. 22.05.9, og bréf Jóhönnu Bogadóttur húseiganda 4. hæðar að Óðinsgötu 7, dags. 4.06.97.
Eftirfarandi bókun samþykkt með 3 atkvæðum:
"Nefndin telur framkomnar athugasemdir ekki þess eðlis að þær breyti fyrri ákvörðun nefndarinnar um að leyfa umrædda byggingu."
Sigurður Harðarson og Ólafur F. Magnússon sátu hjá.


3. fundur 1997
Þórsgata 2, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.1.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6.1.97 um nýbyggingu við Þórsgötu 2.



1. fundur 1997
Þórsgata 2, nýbygging
Lagt fram bréf Ingimundar Sveinssonar arkitekts, dags. 15.11.96, varðandi byggingu íbúðarhúss á lóðinni nr. 2 við Þórsgötu, samkv. uppdr. sama aðila, dags. í nóvemer 1996. Einnig lagðar fram umsagnir Árbæjarsafns, dags. 06.08.96, 05.12.96 og 09.12.96 ásamt samþykkt umhverfismálaráðs, dags. 12.12.96.
Samþykkt.

25. fundur 1996
Þórsgata 2, nýbygging
Lagt fram bréf Ingimundar Sveinssonar arkitekts, dags. 15.11.96, varðandi byggingu íbúðarhúss á lóðinni nr. 2 við Þórsgötu, samkv. uppdr. sama aðila, dags. 20.11.96. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags.06.08.96. varðandi beiðni um niðurrif núverandi húss á Þórsgötu 2.
Frestað. Vísað til umhverfismálaráðs.